East Village


Skólastarfið byjaði á fullu blússi strax á fyrsta degi, hef varla náð andanum síðan. Þetta ver einhvern meira en ég bjóst við. Ótrúlega mikill lærdómur, mikill lestur og verkefna skil, mörg í hverri viku. Það sem ég þurfti að ganga í gegnum var einhverskonar hugarfarsbreyting. Ég er í fullu námi, ekki í fríi. Ég er svo sem vön því að vera í námi, stunda fulla vinnu og reka heimili. En þetta  er einhvernvegin mikið meira. Þó að þetta séu bara 12 einingar, 7 hér og 5 heima þá er þetta algjörlega full vinna. En hei, hér er ég í heimsborg og hef ekkert að hugsa um nema mig, Jóhann hugsar mest um sig sjálfur. Við förum út á kvöldin og um helgar skoðum við okkur um. Það er ekki hægt að kvarta yfir neinu.
Í kvöld skruppum við yfir götuna og inná rússneskt veitingarhús. Stuttu eftir að við vorum byrjuð að borða komu músikantar, gítarleikari og söngkona. Þau hófu flutning á alveg ótrúlega ljúfri tónlist. Þetta var einhvernvegin alveg frábært. Þessi staður er lítill, í dimmum kjallara eins og flestir staðirnir hér í hverfinu. Það er lika hægt að sitja úti. Söngkonan talaði við okkur gestina og sagði sögur sem tengdust flestum lögunum sem þau fluttu. Á staðnum voru hjón að halda uppá hjúskaparafmæli og söngkonan spann á staðnum texta til þeirra og gítarleikarinn spilaði undir. Þetta var svona algjört grenjumóment hjá mér. Söngkonan tók eftir því og imponeraðist.
Söngkonan og við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að læra að setja myndir inn, ruglaðist á textanum með myndunum og kann ekki að laga það.

LJ

lilja Johannsdottir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 04:56

2 identicon

Gaman að skoða færslur þínar og taka þannig þátt í ævintýrinu. Margir skemmtilegir veitingastaðir leynast víða í NY, einn slíkan fann ég back in the day sem heitir Puglius á horni Mulberry St og Hester St. í Litlu Ítalíu, þar fékk ég svið sem var upplifun, ég kom þarna oft með hópa og við fengum frábæran ítalskan mat, stemmingin var skemmtileg, sag á gólfum sem var svoldið sérstakt og þarna skemmtu gestum roskið par sem sungu og spiluðu á nikku.

Bendi á farmers market í Union Square um helgar, þar er hægt að versla inn grænmeti og margt gott. Um síðustu helgi var mikill hátíð sem heitir FarmAid til stuðnings landbúnaði og til að hvetja fólk til að versla við local farmers.

kv. K 

Kolla móðursystir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 10:34

3 identicon

Sæl Kolla

Takk fyrir ábendinguna, við munum tjekka á þessu. Kv LJ

lilja Johannsdottir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:28

4 identicon

gaman að fá nýja færslu,heilsa upp á þig á hverjum degi til að gá hvað þið eruð að gera skemmtillegt..það er auðheyrt að það er fullt að gera bæði í náminu..táraðist með þér..vertu dugleg..klemma úr Mýrinni

ausa (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:25

5 identicon

Ég segi það sama og Ausa, kíki oft inn til að sjá hvað er að gerast hjá ykkur. Ég túi því að þú hafir nóg að gera við námið, en þú ert svo dugleg að þú ferð létt með þetta er ég viss um.

Hvernig er það ertu komin með Skype? Er að fara á reuinion í kvöld (sem þú ættir líka að vera á) og þarf kannski að slúðra svolítið um það við þig.

Kveðja Gréta

Gréta (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:00

6 identicon

Sæl

Ég reyni að vera up to date með bloggið, veit hvað þar er gaman að fylgjast með ferðalöngum. Ég er með skype.

kv Lilja

lilja Johannsdottir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband