Er flutt

Í dag er flutningadagur. Ótrúlegt hvað maður (Jóhann) sankar að sér miklu drasli. Nokkrar ferðir upp og niður stigana til að koma farangrinum í minivaninn, koma í staðin fyrir leikfimi dagsins. Nýja íbúðin er falleg og rúmgóð. Konan sem við leigjum af  er listamaður eins og Nicole sem við leigðum af í Austur þorpinu, maðurinn hennar líka.
Þessi vika hefur liðið hratt, einsemdin ekki sem verst, sem betur fer koma margir í heimsókn á meðan ég er hér. Því að ég geri ekki neitt merkilegt svona ein. Um helgina fór ég í window shoppig og fékk mér lunch í Columbus Circle. Þaðan er fallegt útsýni yfir Cetral Park.
Nú þarf ég að kanna Williamsburg og vera undirbúin þegar næsta heimsókn brestur á. En það eru Jóhann, Gylfi og Hrafnhildur sem koma á fimmLunch í Columbus Circleudaginn.
Farangurinn!!Stofan í Brooklyn

Anna og Ásgeir í heimsókn

Anna og Geiri voru hjá mér um helgina. Þau gerðu margar uppgötvanir á bargain sjopping sviðinu hér í New York, fundu T.J. Max og Filene´s Basement verslanir og auðvitað Ann Taylor Loft. Á meðann dollarinn er eins og hann er er ekki hægt annað en að “shop untill you drop”.
Við fórum á show sem var að byrja hér en það heitir Fuerza Bruta. Þetta er loftfimleikasýning sem reynir á öll skilningarvit áhorfandansLilja, Anna og Geiri í Tavern On The Green, mjög magnað. Við borðuðum góðan mat, gengum um Cetral Park og kokteiluðum og dásömuðum útsýni yfir borgina úr The Rainbow Room.
Nú eru þau farin á vit enn frekari ævintýra á St Croix en ég ætla að njóta eins og ég get síðustu vikunnar hér í þorpinu, um leið og ég læri og undirbý flutning yfir í Brooklyn.



Stutt heimsókn til New York

 

Gunnar og Anna eru búin að vera í stuttri heimsókn. Nú þegar þau eru farin felldum við tár bæði ég og New York. New York er aðeins stórtækari en ég þó ég geri ráð fyrir að minn söknuður sé mun meiri en hennar. En hún tárfellir nú af miklum krafti með þrumum og eldingum eftir eindæma veðurblíðu. Krakkarnir nutu verunnar alveg í botn. Þau sjoppuðu og sjopppuðu, fóru á söngleik, sigldu meðfram eyjunni, upplifðu Times Square, Central Park og Lower Manhattan og borðuðu góðan mat og góðan mat. Það var yndislegt að fá þau og upplifa með þeim tilfinninguna sem borgin gefur.
Nú eru það bara bækurnar og verkefnin sem eiga hug min allan þangað til næsta holl heiðrar mig með nærveru sinni. En það eru Anna og Geiri sem stoppa í nokkra daga næstu helgi.
Það er gaman að sjá að þið eruð að kíkja í heimsókn á bloggsíðuna mína, enn meira gaman að fá athugasemdir. Læt þetta nægja í bili.

í lestinni

 


Magnaður fyrirlestur í skólanum mínum.

Maria, Lilja og ErinErin Gruwell er kennari frá Los Angeles. Áður en hún fór í kennarnám ætlaði hún í lögfræði. En í kjölfar Rodney King málsins og kynþátta óeirðanna 1992 í Los Angeles varð henni ljóst að í réttarsalnum væru skjólstæðingar hennar þegar búnir að tapa baráttunni. Ef hún ætlaði grípa inní yrði það að gerast fyrr, sem sagt í skólanum.

Erin þessi hélt fyrirlestur hjá okkur í NYU um daginn og sagði frá upplifun sinni af kennarastarfinu eða öllu frekar hugsjónastarfinu. Fyrstu nemendurnir hennar voru 14 ára krakkar af öllum kynþáttum (einn hvítur) sem enginn hafði trú á. Þau voru meðlimir í hinum ýmsu gengjum, nokkur höfðu verið í fangelsi, mörg á fósturheimilum, mörg höfðu horft uppá einhvern nákominn skotinn. Enginn gerði ráð fyrir því að þau lykju námi. Hún benti þeim á hvað árásir gengjanna í skólanum minntu á nasisma og holocaust. Þau höfðu ekki heyrt minnst á holocaust áður. Hún sýndi þeim myndina Schindlers List og upp úr því voru þau tilbúin til að hlusta á boðskap hennar. Bækurnar sem hún bað deildarstjórann um, varð hún að kaupa sjálf. Krökkunum væri ekki treystandi fyrir bókunum, og þau gætu hvort sem ekkert lært! Hún lét þau m.a. lesa Dagbók Önnu Frank, Zlata's Diary: A Childs´s Life in Sarajevo, Elie Wiesel´s Night og Kviður Homers. Verkefnin sem hún lagði fyrir þau voru þannig að krakkarnir fundu eitthvað í lestrinum sem tengdi við þeirra eigin reynslu. Hún lét þau fá stílabækur sem þau áttu að skrifa dagbókarfærslur í á hverjum degi. Þau fengu ekki einkunn fyrir skrifin og enginn las dagbækurnar nema þau óskuðu eftir því sjálf. Erin tókst á undraverðan hátt að nálgast þessa krakka með því að breyta útaf námskrá og að nálgast krakkana útfrá þeirra forsendum. Hún kenndi þeim í fjögur ár og eftir það fór hún að kenna kennurum og stússast í hreyfingunni sem hún og nemendu hennar stofnuðu *The freedom Writers" sem hefur það að markmiði að kenna umburðarlyndi. Þau hafa einnig gefið út bók; *The freedom Writers Diary". Á fyrirlestrinum hjá okkur sagði Erin frá hvernig hún þessi hvíta, draktar og perlufestarkona tókst á við kerfið og tókst að hjálpa þessum krökkum að algerlega snúa við blaðinu. Einnig komu tveir nemendur hennar á fyrirlesturinn og sögðu frá hvernig líf þeirra tók stakkaskiptum, með breyttri hugsun og nýrri framtíðarsýn.

Þetta var algerlega magnað, þær töluðu allar blaðalaust og af mikilli innlifun. Ég man ekki eftir fyrirlestri þar sem ég og allir í kringum mig grenjuðum svona mikið. Kvikmynd hefur verið gerð um þessa sögu. Hún heitir Freedom Writers og leikur Hilary Swank aðalhlutverkið. Þetta er mjög góð mynd og kannaðist maður við flest sem Erin og stelpurnar sögðu frá á fyrirlestrinum.


Mestmegnis frá þriðja stræti í þorpinu.

Við höfum gefið okkur tíma til þess að skoða brotabrot af menningarflórunni sem New York bíður uppá. Í síðustu viku skelltum við okkur á söngleikina Color Purple og Spring Awakening en báðir eru "on Brodway" eins og það er kallað. Stórir salir og íburðamiklir söngleikir báðir tveir með klassa hljómsveitum. Í Color Purple leikur Fantasia aðalhlutverkið, en hún vann ameríska idólið 2004 minnir mig. Þetta var vel flutt og magnað stykki. Spring Awakening er söngleikur byggður á þekktu leikriti frá nítjándu öld "Vorið vaknar". Það þótti víst mjög djarft á sínum tíma og flutningurinn á því var oft bannaður. Þessi margra Tony-verðlauna uppfærsla gekk ansi langt og hefur sjálfsagt líka hneykslað marga. En söngleikurinn var kröftugur, leikararnir briljant og sýningin áhugaverð.
2-Björk1-Áheyrendur hjá Björk3-Björk-sjóvið á fulluBjörk var með tónleika í Madison Square Garden í vikunni "The World's Most Famous Arena" eins og þeir segja hérna í lítillæti sínu. Þar var ekki alveg uppselt. Höllin tekur um 20.000 manns. Björk fyllti víst Radio City Music Hall í vor en þar eru um 6000 sæti. Ég hef aldrei séð hana á áður á sviði, en hún var lífleg og gefandi. Innkoma Wonderbrassins með "Brennið þið vitar" var áhrifamikil. Maður tárast og fylltist stolti. Sviðsmyndin og effectarnir sem hún notar eru heillandi. Áhorfendur voru vel með á nótunum. Ég heyrði í mönnun sem sátu nálægt okkur sem höfðu flogið langa leið til að sjá hana. Annar hafði séð hana í síðustu viku í Austen en hinn sá hana um daginn í Chicago og í vor í New York. Hún fer svo sjaldan í tónleikaferðalag, þess vegna fara þeir nú svona títt og hafa mikið fyrir því. Annar þeirra  sagðist ekki hika við að borga mikinn pening fyrir að sjá hana. Okkar miðar kostuðu 75 dollara en hann sagðist vera til í að borga allt að 900 dollara.


Á þriðjudaginn örkuðum við um ganga Metropolitan Museum of Art.  Safnið spannar listasöguna frá steinöld til nútímans, gríðarlega stórt, alveg mögnuð upplifun.   Maður undrast hvílíkt ógrynni gersema hefur verið safnað saman hérna.


7-Lilja og söngkonan Jacqui NaylorJazzklúbburinn Blue Note, einn sá þekktasti hérna, sem er í götunni okkar varð fyrir valinu í fyrrakvöld. Þar söng kona frá Californiu standarda sem hún klessti saman. Þ.e. hún flytur tvö lög samtímis, hún syngur annað lagið og bandið spilar hitt lagið undir. Þetta var alveg þokkalegt, en við höfum oft heyrt magnaðri tónlistarflutning götulistamanna í Washington Square Park, sem er uppáhalds garðurinn okkar.

 

 

 

9-Jói og húsbandiðÁ leiðinni heim rákum við nefið inn í pöbb við hliðina á Blue Note, þar var sjóuð og þétt R&B grúppa að spila óskalög fyrir gesti, mikið gaman, enda búið að innbyrða nokkra bjóra ofl þegar hér var komið sögu.

 

 

 

 

Síðan máttum við til með að kíkja á rússneska kjallarapöbbinn okkar (eini staðurinn hér sem tekur bara reiðufé, aldrei kvittanir né minnst á tax og duldið skuggalegur) sem er hinum megin við hornið okkar.  Þar var þokkalegur trúbadúr að spila m.a. bítlalög fyrir okkur og 3-4 aðra áheyrendur.  Þarna eru oft ágætir tónlistarmenn en fáir áheyrendur virðast leggja í kjallarann eða rússneska bjórinn (Björgólfs?).
11-Nýuppgötvaður úrvalsstaður í þriðja strætiÍ gær var Lilja í skólanum fram á kvöld og við fórum seint og um síðir á japanskan veitingastað hér í þriðja stræti.  Staðurinn er lítið áberandi frá götunni, höfum oft gengið þarna framhjá en tókum ekki eftir veitingastaðnum fyrr en í gær.  Innandyra er staðurinn þeim mun flottari og maturinn framúrskarandi og japanskt-amerískt jazztríó lék undir.  Þegar við gengum út á 3rd street rákumst við í flasið á sjónvarpstökugengi og stjórnandinn var kunnuglegur, töffarinn Ian Wright, sem er með vinsæla ferðaþætti sem við horfum stundum á heima, á  "Travel Channel".  Þá gall við í Lilju og hún gretti sig, "sérðu hvað hann er rosalega lítill".  Ian leit á LJ og ég held hann hafi áttað sig á hvað var í gangi, örugglega fengið svipuð viðbrögð áður.
 

 

12-Peningakassinn ofl á rússabarnumÁ heimleiðinni soguðumst við svo eina ferðina enn oní rússneska kjallarabarinn.  Aldrei þessu vant var nú fullt útúr dyrum, fengum síðustu sætin.  Fimmtudagssöngkonan okkar var mætt með gítarleikaranum sínum og tóku þau okkur fagnandi. Mikið fjör, en auðvitað ekki eins persónulegt og þegar við erum nánast einu áheyrendurnir eins og oftast er reyndin þarna.

 

 

 

10-Hinn daglegi tröppugangur-milli 4. og 5. hæðarVið skötuhjúin erum semsagt smátt og smátt að kynnast stöðunum í og við þriðja stræti eftir mánaðardvöl.  Þá eru bara hin 199 strætin á Manhattan eftir.  En eins og sagan segir þá mundi manni ekki endast ævin að prófa alla veitingastaði á Manhattan þó farið væri á nýjan stað á hverju kvöldi.
Þó það sé mjög líflegt á kvöldin í þriðja stræti, þá jafnast það örugglega ekkert á við lífið milli þilja í nær 200 ára gömlu húsunum.  Byggðin hérna í austurþorpinu á sér merkilega sögu.  Þegar straumur vesturfara var sem mestur hingað á nítjándu öld voru þessi þröngu húsakynni byggð.  Það er sagt að fólk sem var að flýja fátæktina í Evrópu hafi fundist það hafa farið úr öskunni í eldinn þegar því var troðið í þessi hús.  Mikið til í þessu, húsin m.a sérlega eldfim, 6-7 hæða, öll gólf og milliveggir úr timbri og eldsvoðar tíðir á árum áður.  Auðvitað er mikið búið að endurbæta húsin, brunastigar utan á þeim og komin salerni, sem ekki var í upphafi.  Málningarlögin orðin centimetra þykk, en svo er eins og málningarstússinu haf verið hætt fyrir einni öld eða svo.  Okkur grunar að ýmislegt sé í gangi milli þilja hérna, bæði komin með flóabit og öll matarmylsna hverfur fljótt af gólfinu.  En auðvitað hafa þessar gömlu íbúðir sinn sjarma líka, hátt til lofts og brakandi gólffjalirnar, tilfinningin eins og að búa í Árbæjarsafninu. 

4-Morgunrútínan-Mogginn og RÚV5-Hjá nágrönnunum í þriðja stræti


Troy - Cape Cod

Þessa helgi var lagt í langferð á bílaleigubíl. Við reyndum að hrista upp í minninu og sjá hvort við myndum eitthvað eftir háskólabænum Troy þar sem við bjuggum í fyrir 28 árum.  Þetta er um 3 tíma akstur frá Manhattan. Við reyndumst vera búin að gleyma flestu. Þegar við leituðum uppi  "students housing" í rákumst við á götuskilti með kunnuglegu nafni, Nott dr., en húsið sem við bjuggum í var hvergi sjáanlegt, það eina sem var eftir af götunni okkar var skakt skiltið. Enda var húsið afgamall timburhjallur. Ýmislegt rifjaðist þó upp þegar við gengum um campus, t.d. myndarleg kirkja sem hafði verið breytt í tölvuver eftir að hún komst í eigu skólans. Þetta er fallegur campus og Jóhanni líkaði dvölin þarna vel.

  Þetta varð ekki langt stopp í Troy því við vorum búin að melda okkur í humarveislu á Cape Cod tangann, 5 klst akstur. Cape Code ersunnan við Boston. Fjölskylda Michelle (frænka Lilju) tók hlýlega á móti okkur og nutum við gestrisni á fallegu heimili þeirra. Um sunnadagsmorguninn fórum við í morgunmat í fína bakaríið þeirra við Cottage Street. Þar var margt sem freistaði. Það var stanslaus ös, eins og er víst allt sumarið og á hátíðum, enda er þetta mest sumarhúsabyggð á Cape Cod, einskonar Grímsnes fyrir New York og Boston. Eftir morgunverð fórum við í bíltúr með Michelle og krökkunum á enda Cape Cod tangans til bæjar sem heitir Prowincetown eða P-town, sem er m.a. þekktur sem "gay-resort". Þetta er mjög fallegur bær, víst brjáluð traffík á sumrin, en nú var alveg mátulegt. Þarna er ein þröng aðalgata með litlum húsum sem í eru veitingarstaðir, verslanir eða gallerí.

Frábær helgi sem var víst sú síðasta á þessu sumri, nú fer víst að kólna segja þeir.


Helgin

Prospect Park í BrooklynÞá er best að segja frá því helsta sem gerðist um helgina. Tenement museum er safn á Lower East Side sem helgar sig varðveislu aldargamalla fjölbýlishúsa.  En við búum einmitt í Tenement húsi. Húsin á Lower East Side byggðu innflytjendur  uppúr miðri nítjándu öld. Við fengum áhugaverða leiðsögn um hverfið sem einkum var byggt upp af fólki frá Asíu og austur Evrópu. 

Við tókum daginn snemma á sunnudegi og gengum yfir Brooklynbrúna. Það eru 140 ár síðan hún var byggð, og gekk víst á ýmsu. M.a. tróðust 12 manns undir þegar hún var vígð svo mikill var spenningurinn að ganga yfir. Það gekk mun betur í dag, en mikill fjöldi var á göngu, skokki eða hjólandi í góðviðrinu.
Eftir staðgóðan morgunverð að amerískum sið skelltum við okkur á Book Festival í Brooklyn. Það var pökkuð dagskrá þar sem höfundar spjölluðu, lásu og fluttu erindi. Við lentum á kynningu hjá áhugaverðu fólki, þeim  Neal Pollack og  Amy Sohn sem lásu úr verkum sínum og   Ayun Halliday rakti úr þeim garnirnar um það hvernig það er að vera "alternative" foreldri og að skrifa um það. Samtal um efni sem er áhugavert þó maður sé löngu komin úr barneign.
Annars er gatan okkar alltaf að koma okkur meira og meira á óvart. Um daginn sáum við leikrit í einu húsinu við götuna. Það heitir 33 to nothing . Það er um hljómsveit sem er á æfingu, leikararnir syngja og spila allir á hljóðfæri af mikilli kunnáttu. Höfundur handritsins lék eitt hlutverkið. Þetta var kraftmikil og skemmtileg sýning með flottri tónlist.
Eþíópískt veitingarhús varð fyrir valinu þetta kvöldið. Maturinn var sérkennilegur. Seigt lambakjöt í bitum, borið fram á pönnuköku sem var bragðlaus og minnti helst á svamp. Til hliðar fylgdu nokkrar slíkar pönnukökur upprúllaðar sem maður átti að vefja matnum inní. Það var ekki boðið uppá hnífapör.  Ekki alveg málið.
Kvöldið eftir fórum við á Kúbverskan stað í götunni okkar. Þar er “bring your own booze” í gildi og ekki hægt að panta borð. Við mættum snemma og fengum borð við gluggann. Maturinn var góður og skemmtilegt andrúmsloft.

Búið í bili, L+J
p.s. takk fyrir innlit og athugasemdir 

East Village


Skólastarfið byjaði á fullu blússi strax á fyrsta degi, hef varla náð andanum síðan. Þetta ver einhvern meira en ég bjóst við. Ótrúlega mikill lærdómur, mikill lestur og verkefna skil, mörg í hverri viku. Það sem ég þurfti að ganga í gegnum var einhverskonar hugarfarsbreyting. Ég er í fullu námi, ekki í fríi. Ég er svo sem vön því að vera í námi, stunda fulla vinnu og reka heimili. En þetta  er einhvernvegin mikið meira. Þó að þetta séu bara 12 einingar, 7 hér og 5 heima þá er þetta algjörlega full vinna. En hei, hér er ég í heimsborg og hef ekkert að hugsa um nema mig, Jóhann hugsar mest um sig sjálfur. Við förum út á kvöldin og um helgar skoðum við okkur um. Það er ekki hægt að kvarta yfir neinu.
Í kvöld skruppum við yfir götuna og inná rússneskt veitingarhús. Stuttu eftir að við vorum byrjuð að borða komu músikantar, gítarleikari og söngkona. Þau hófu flutning á alveg ótrúlega ljúfri tónlist. Þetta var einhvernvegin alveg frábært. Þessi staður er lítill, í dimmum kjallara eins og flestir staðirnir hér í hverfinu. Það er lika hægt að sitja úti. Söngkonan talaði við okkur gestina og sagði sögur sem tengdust flestum lögunum sem þau fluttu. Á staðnum voru hjón að halda uppá hjúskaparafmæli og söngkonan spann á staðnum texta til þeirra og gítarleikarinn spilaði undir. Þetta var svona algjört grenjumóment hjá mér. Söngkonan tók eftir því og imponeraðist.
Söngkonan og við


Sunnudagur í New York

Nú erum við búin að vera hér í eina viku. Best að halda hvíldardaginn heilagan og hvíla námsbækurnar. Byrjað var á því að huga að sumarklæðnaði. Þau fáu sumarföt sem við eigum eru yfirleitt ekki mikið notuð og gleymast gjarna þegar pakka á niður fyrir ferðalög. Jóhann var búinn að þramma um í svörtum leðurjakka og gallabuxum alla vikuna og var að bráðna, þannig að ákveðið var að far að versla í dag. Í liðinni viku höfum við gjóað augunum inní þær verslanir sem hafa verið á vegi okkar og flestar eru einhvern vegin ekki fyrir okkur hvorki hvað varðar vaxtarlag né aldur, kannski aðallega vaxtarlag. Við studdumst við eina af ferðamannabókunum okkar og fundum verslanagötu með "bargain shopping". Þetta reyndist vera Orchard street. Þetta er göngugata að hluta með yfirbragð markaðar. Jóhann var heppinn í fyrstu tilraun og fékk buxur á 14 dollara og jakka á 35. Buxurnar voru ekki mjög smart en ljósar og léttar, akkurat eins og maður þarf að vera í í hitanum. Eftir þessi kjarakaup fannst okkur tilvalið að athuga með aðrar buxur. Frekir afgreiðslumenn voru einkennandi fyrir flestar þær verslanir sem við fórum inní, ekki beint hvetjandi að versla við þá. Maður er þeirri stund fegnastur þegar maður kemst þaðan út án þess að hafa keyp helling af einhverju sem maður hafði alls ekki ætlað að kaupa. En honum tókst að troða inná okkur belti í viðbót við buxur sem voru bara ansi smart.
Næst fórum við í brunch á Jaffa café. Staður sem ég var búin að fá tips um. Á þessum stað er garður bak við. Síðan fórum við í tvo garða, Thomkins Park og Washington Square Park. Í Thomkins Square Park var hátíð og margt að gerast. Fullt af básum þar sem fólk var að kynna bækur, ljóð og myndlist. Þar voru líka tónleikar, þar spilaði m.a. hljómsveit sem heitir Fire Flies. Í Washington Square Park var fólk að troða upp og við sátum góða stund og hlustuðum á jazz band sem heitir NuQ-Leus. Andrúmsloftið í görðunum er mjög afslappað og notalegt að sitja og horfa á fólkið, sem er allavega og sumt mjög skrautlegt.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Shakespeare in the Park

Í gær sáum við A Midsummer night's dream í Central Park.

Miðana er hægt að nálgast samdægurs milli kl 1 og 3. Þegar við mættum daginn áður voru þeir allir búnir. Okkur var sagt að mæta kl 9 og bíða í röð. Næsta dag erum við mætt kl. 9 og þá þegar eru nokkrir mættir í röðina. Jóhanni fannst þetta hálfgerð klikkun að ætla að hanga þarna í fjóra klukkutíma, en ég var ákveðin í að sjá þetta verk og gat alveg eins lesið þarna eins og heima. Ég settist á gangstéttina og Jóhann fór að útrétta. Stuttu seinna kom hann með stól og vatn sem hann keypti handa mér. Þessir fjórir tímar liðu eins og skot og um eittleytið var biðröðin orðin töluvert löng.

Starfmaður sá um að gott skikk væri á fólkinu í biðröðinni, benti okkur á salernisaðstöðu og passaði uppá að enginn svindlaði sér inn í röðina. Mér fannst hún alveg eins getað útbýtt miðunum þarna þar sem þeir eru ókeypis, sýningin er í boði banka (nema hvað). En þá væri fólk sennilega mætt í röðina fjórum klukkutímum fyrir níu. Þeir sem vilja ekki fara í biðröð missa af leikritinu þvi það er ekki hægt að kaupa miða. Leikritið var fjörugt og skemmtilegt. Leikmyndin var fallega innrömmuð af upplýstum trjánum í garðinum. Mesta furða hvað vel gekk að skilja shakespeare-skuna.

Fyrir leikritið borðuðum við á Kúbverskum stað í Upper West Side sem heitir  Calle Ocho. Smart staður með góðum mat.

Hér eru myndir af mér í röðinni og af Jóhanni að borða medium sterkt guagamóli sem við fengum okkur um daginn. Það var svooo sterkt að það var næstum óætt. Hvernig skyldi hot guagamóli bragðast á þessum stað?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband