Færsluflokkur: Ferðalög

Skólinn

Deildatstjórinn tók vel á móti mér og öll skráningin gekk vel nema að þeir vildu ekki taka við Visa þegar við ætluðum að greiða skólagjöldin.
Ég fór í kúrsana sem ég ætla að taka í vetur. Mér líst vel á þá. Annar er um próf í tungumálakennslu og hinn er paktiskur kennslufræði kúrs. Það er töluverð verkefnavinna í þeim báðum, en ég held að þetta verði áhugavert og lærdómsríkt. Ég er í tímum á þriðjudögum. Meira seinna.

Að koma sér fyrir í stórborg

Nú erum við búin að gista í tvær nætur í íbúðinni. Ég svaf mun betur seinni nóttina, sennilega hefur þotuþreytan hrjáð mig ásamt skemmtanaglöðum New York búum sem eru kannski háværari en skemmtanaglaðir Reykvíkingar en þeir eru sennilega ekki jafnmiklir sóðar. íbúðin er eins og við bjuggumst við, og hverfið frábært. Veitingahúsin í hverfinu er mörg og mikið líf í kringum þau. Við fórum í Whole foods, sem er rétt handan við hornið, og keyptum hollustumat. Búðin er stór og full af girnilegum heilsumat bæði elduðum og óelduðum.
Í gær fórum við í göngutúr sem endaði í Apple búðinni við Central Park.
Ég þarf að læra hvernig á að setja myndir úr Makka inní bloggið. Safari virðist ekki vera vandamál enn sem komið er. Læt þetta nægja handa fréttaþyrstum vandamönnum í bili, þarf að fara að læra. bestu kveðjur L+J

Íbúð í New York

Nú er íbúðaleitinni miklu lokið í bili. Við erum búin að fá íbúð í East Village. Við getum verið þar fyrstu 7 vikurnar. Hún er lítil í gömlu húsi en björt og falleg. Ekki sakar að hún er í göngufæri frá skólanum.

« Fyrri síða

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband