3.9.2007 | 15:32
Að koma sér fyrir í stórborg
Nú erum við búin að gista í tvær nætur í íbúðinni. Ég svaf mun betur seinni nóttina, sennilega hefur þotuþreytan hrjáð mig ásamt skemmtanaglöðum New York búum sem eru kannski háværari en skemmtanaglaðir Reykvíkingar en þeir eru sennilega ekki jafnmiklir sóðar. íbúðin er eins og við bjuggumst við, og hverfið frábært. Veitingahúsin í hverfinu er mörg og mikið líf í kringum þau. Við fórum í Whole foods, sem er rétt handan við hornið, og keyptum hollustumat. Búðin er stór og full af girnilegum heilsumat bæði elduðum og óelduðum.
Í gær fórum við í göngutúr sem endaði í Apple búðinni við Central Park.
Ég þarf að læra hvernig á að setja myndir úr Makka inní bloggið. Safari virðist ekki vera vandamál enn sem komið er. Læt þetta nægja handa fréttaþyrstum vandamönnum í bili, þarf að fara að læra. bestu kveðjur L+J
Í gær fórum við í göngutúr sem endaði í Apple búðinni við Central Park.
Ég þarf að læra hvernig á að setja myndir úr Makka inní bloggið. Safari virðist ekki vera vandamál enn sem komið er. Læt þetta nægja handa fréttaþyrstum vandamönnum í bili, þarf að fara að læra. bestu kveðjur L+J
Um bloggið
Lilja Jóhannsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æði! Ég sé ykkur í anda. Ógisslega kúl Skemmtanalætin ættu að venjast fjótt, en eyrnatappar gætu komið sér vel, svona fyrst í stað. Svo kemur bara gat í eyrað, eins og þegar maður býr við strætóleið og hættir að heyra í vagninum.
Grunaði ekki Gvend með Makkamálin... ha? Gangi þér vel í skólanum Lilja mín og hafið það sem allra best bæði tvö.
Bestu kveðjur,
Guðrún Jóhannsdóttir, 3.9.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.