Shakespeare in the Park

Í gær sáum við A Midsummer night's dream í Central Park.

Miðana er hægt að nálgast samdægurs milli kl 1 og 3. Þegar við mættum daginn áður voru þeir allir búnir. Okkur var sagt að mæta kl 9 og bíða í röð. Næsta dag erum við mætt kl. 9 og þá þegar eru nokkrir mættir í röðina. Jóhanni fannst þetta hálfgerð klikkun að ætla að hanga þarna í fjóra klukkutíma, en ég var ákveðin í að sjá þetta verk og gat alveg eins lesið þarna eins og heima. Ég settist á gangstéttina og Jóhann fór að útrétta. Stuttu seinna kom hann með stól og vatn sem hann keypti handa mér. Þessir fjórir tímar liðu eins og skot og um eittleytið var biðröðin orðin töluvert löng.

Starfmaður sá um að gott skikk væri á fólkinu í biðröðinni, benti okkur á salernisaðstöðu og passaði uppá að enginn svindlaði sér inn í röðina. Mér fannst hún alveg eins getað útbýtt miðunum þarna þar sem þeir eru ókeypis, sýningin er í boði banka (nema hvað). En þá væri fólk sennilega mætt í röðina fjórum klukkutímum fyrir níu. Þeir sem vilja ekki fara í biðröð missa af leikritinu þvi það er ekki hægt að kaupa miða. Leikritið var fjörugt og skemmtilegt. Leikmyndin var fallega innrömmuð af upplýstum trjánum í garðinum. Mesta furða hvað vel gekk að skilja shakespeare-skuna.

Fyrir leikritið borðuðum við á Kúbverskum stað í Upper West Side sem heitir  Calle Ocho. Smart staður með góðum mat.

Hér eru myndir af mér í röðinni og af Jóhanni að borða medium sterkt guagamóli sem við fengum okkur um daginn. Það var svooo sterkt að það var næstum óætt. Hvernig skyldi hot guagamóli bragðast á þessum stað?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannsdóttir

Ces´t la vie! 

Guacamoleið sterka mjög girnilegt og Shakespear in the Park meiriháttar. 

Ertu annars nokkuð komin með skype?

Guðrún Jóhannsdóttir, 7.9.2007 kl. 15:49

2 identicon

hæ mamma mín. Mjög skemmtilegt blogg hjá þér! Hlakka til að lesa meira.

dóra

Dóra Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband