Troy - Cape Cod

Þessa helgi var lagt í langferð á bílaleigubíl. Við reyndum að hrista upp í minninu og sjá hvort við myndum eitthvað eftir háskólabænum Troy þar sem við bjuggum í fyrir 28 árum.  Þetta er um 3 tíma akstur frá Manhattan. Við reyndumst vera búin að gleyma flestu. Þegar við leituðum uppi  "students housing" í rákumst við á götuskilti með kunnuglegu nafni, Nott dr., en húsið sem við bjuggum í var hvergi sjáanlegt, það eina sem var eftir af götunni okkar var skakt skiltið. Enda var húsið afgamall timburhjallur. Ýmislegt rifjaðist þó upp þegar við gengum um campus, t.d. myndarleg kirkja sem hafði verið breytt í tölvuver eftir að hún komst í eigu skólans. Þetta er fallegur campus og Jóhanni líkaði dvölin þarna vel.

  Þetta varð ekki langt stopp í Troy því við vorum búin að melda okkur í humarveislu á Cape Cod tangann, 5 klst akstur. Cape Code ersunnan við Boston. Fjölskylda Michelle (frænka Lilju) tók hlýlega á móti okkur og nutum við gestrisni á fallegu heimili þeirra. Um sunnadagsmorguninn fórum við í morgunmat í fína bakaríið þeirra við Cottage Street. Þar var margt sem freistaði. Það var stanslaus ös, eins og er víst allt sumarið og á hátíðum, enda er þetta mest sumarhúsabyggð á Cape Cod, einskonar Grímsnes fyrir New York og Boston. Eftir morgunverð fórum við í bíltúr með Michelle og krökkunum á enda Cape Cod tangans til bæjar sem heitir Prowincetown eða P-town, sem er m.a. þekktur sem "gay-resort". Þetta er mjög fallegur bær, víst brjáluð traffík á sumrin, en nú var alveg mátulegt. Þarna er ein þröng aðalgata með litlum húsum sem í eru veitingarstaðir, verslanir eða gallerí.

Frábær helgi sem var víst sú síðasta á þessu sumri, nú fer víst að kólna segja þeir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Lilja!

Varð að tékka á þér þarna í nýju jórvík. sá að þú hafðir farið á Draum á Jonsmessunótt-einmitt það sem ég gerði í sumar í Regents park! Klassík.  Gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að njóta lífsins
Bestu kveður, Birna 

Birna Margrét Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband