Magnaður fyrirlestur í skólanum mínum.

Maria, Lilja og ErinErin Gruwell er kennari frá Los Angeles. Áður en hún fór í kennarnám ætlaði hún í lögfræði. En í kjölfar Rodney King málsins og kynþátta óeirðanna 1992 í Los Angeles varð henni ljóst að í réttarsalnum væru skjólstæðingar hennar þegar búnir að tapa baráttunni. Ef hún ætlaði grípa inní yrði það að gerast fyrr, sem sagt í skólanum.

Erin þessi hélt fyrirlestur hjá okkur í NYU um daginn og sagði frá upplifun sinni af kennarastarfinu eða öllu frekar hugsjónastarfinu. Fyrstu nemendurnir hennar voru 14 ára krakkar af öllum kynþáttum (einn hvítur) sem enginn hafði trú á. Þau voru meðlimir í hinum ýmsu gengjum, nokkur höfðu verið í fangelsi, mörg á fósturheimilum, mörg höfðu horft uppá einhvern nákominn skotinn. Enginn gerði ráð fyrir því að þau lykju námi. Hún benti þeim á hvað árásir gengjanna í skólanum minntu á nasisma og holocaust. Þau höfðu ekki heyrt minnst á holocaust áður. Hún sýndi þeim myndina Schindlers List og upp úr því voru þau tilbúin til að hlusta á boðskap hennar. Bækurnar sem hún bað deildarstjórann um, varð hún að kaupa sjálf. Krökkunum væri ekki treystandi fyrir bókunum, og þau gætu hvort sem ekkert lært! Hún lét þau m.a. lesa Dagbók Önnu Frank, Zlata's Diary: A Childs´s Life in Sarajevo, Elie Wiesel´s Night og Kviður Homers. Verkefnin sem hún lagði fyrir þau voru þannig að krakkarnir fundu eitthvað í lestrinum sem tengdi við þeirra eigin reynslu. Hún lét þau fá stílabækur sem þau áttu að skrifa dagbókarfærslur í á hverjum degi. Þau fengu ekki einkunn fyrir skrifin og enginn las dagbækurnar nema þau óskuðu eftir því sjálf. Erin tókst á undraverðan hátt að nálgast þessa krakka með því að breyta útaf námskrá og að nálgast krakkana útfrá þeirra forsendum. Hún kenndi þeim í fjögur ár og eftir það fór hún að kenna kennurum og stússast í hreyfingunni sem hún og nemendu hennar stofnuðu *The freedom Writers" sem hefur það að markmiði að kenna umburðarlyndi. Þau hafa einnig gefið út bók; *The freedom Writers Diary". Á fyrirlestrinum hjá okkur sagði Erin frá hvernig hún þessi hvíta, draktar og perlufestarkona tókst á við kerfið og tókst að hjálpa þessum krökkum að algerlega snúa við blaðinu. Einnig komu tveir nemendur hennar á fyrirlesturinn og sögðu frá hvernig líf þeirra tók stakkaskiptum, með breyttri hugsun og nýrri framtíðarsýn.

Þetta var algerlega magnað, þær töluðu allar blaðalaust og af mikilli innlifun. Ég man ekki eftir fyrirlestri þar sem ég og allir í kringum mig grenjuðum svona mikið. Kvikmynd hefur verið gerð um þessa sögu. Hún heitir Freedom Writers og leikur Hilary Swank aðalhlutverkið. Þetta er mjög góð mynd og kannaðist maður við flest sem Erin og stelpurnar sögðu frá á fyrirlestrinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fatgirl

Vá magnað. Ég hefði viljað vera á þessum fyrirlestri. Ég ætla að tjekka á þessari mynd.

dóra 

Fatgirl, 5.10.2007 kl. 00:46

2 identicon

Sá þessa  mynd á torrentinu um daginn, mjög hrífandi saga, gaman væri að sjá Dóru í svona hlutverki:).

Kolla 

Kolla móðursystir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 13:14

3 identicon


Svanhvít Sigurdardottir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:47

4 identicon

Hallo,nú er komin 9 og ekkert verið skrifað síðan 4....þetta gengur ekki,nýjar fréttir takk.kem reglulega við,miklu aftar en á Aflagrandanum..kveðja úr Mýrinni

ausa (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:10

5 identicon

Oftar,átti það að vera ...

ausa (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband