10.10.2007 | 02:12
Stutt heimsókn til New York
Gunnar og Anna eru búin að vera í stuttri heimsókn. Nú þegar þau eru farin felldum við tár bæði ég og New York. New York er aðeins stórtækari en ég þó ég geri ráð fyrir að minn söknuður sé mun meiri en hennar. En hún tárfellir nú af miklum krafti með þrumum og eldingum eftir eindæma veðurblíðu. Krakkarnir nutu verunnar alveg í botn. Þau sjoppuðu og sjopppuðu, fóru á söngleik, sigldu meðfram eyjunni, upplifðu Times Square, Central Park og Lower Manhattan og borðuðu góðan mat og góðan mat. Það var yndislegt að fá þau og upplifa með þeim tilfinninguna sem borgin gefur.
Nú eru það bara bækurnar og verkefnin sem eiga hug min allan þangað til næsta holl heiðrar mig með nærveru sinni. En það eru Anna og Geiri sem stoppa í nokkra daga næstu helgi.
Það er gaman að sjá að þið eruð að kíkja í heimsókn á bloggsíðuna mína, enn meira gaman að fá athugasemdir. Læt þetta nægja í bili.
Um bloggið
Lilja Jóhannsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já , alltaf gaman að lesa bloggið. Við erum orðin mjög spennt að koma. Við verðum að njóta hverrar mínútu því þetta verður svo stutt. Vonandi verður borgin búin að jafna sig og hætt að gráta.
Sjáumst
Kveðja Anna
Anna Hrönn Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:17
Sæl,
Fékkstu ekki athugasmdina sem ég sendi þér 08.10? Skrifaði kannski of mikið
En gaman að fylgjast með og allra bestu kveðjur til ykkar hjóna frá okkur hér á hjara veraldar Patreksfirði
Svanhvít og Ragnar
Svanhvít Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:51
Sæl Svanhvít og Ragnar
Athugasemdin hefur dottið út, en ég sá að þú hafðir kíkt inn. Bestu kveðjur, L
lilja Johannsdottir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:03
Takk enn og aftur fyrir helgina. Þetta var frábært. Sakna þín og borgarinnar strax. Borgin saknaði okkar svo mikið að henni tókst að tefja okkur aðeins á leiðinni heim. Þrumuveðrið setti allt í stopp á JFK en við komumst samt heim á endanum. Koss og knús.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:25
Halló,halló,
Vorum að koma úr Reykjavíkinni, stoppuðum í 2 nætur vegna margvíslegra erinda. Gistum í Pension Grjótó við alveg 5 stjörnu viðurgjörning. Förum aftur á laugardag á Hótel Hávalla og verðum í rúma viku í foreldrafjarveru. Gaman að lesa bloggið frá þér. Hafðu það sem best
Mamma og pabbi
Edda Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:50
Hæ Lilja
Frábært að fá að fylgjast með hve gott og gaman er hjá ykkur. Sakna þín úr Grandaskóla !! Haltu áfram að njóta tilverunnar og leyfa okkur hinum að fá innsýn í stórborgarlífið.
kv. Inga
inga sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:04
Sæl Lilja.
Það er frábært að fá að fylgjast með þér og því sem þú ert að bralla.
Svo er bara spurning hvenær við komum til þín eins og við töluðum um á Solon.
Kær keðja
Svana
SvanaJakobsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:19
Sæl verið þið öll og takk fyrir innlitið
Já gestirnir lífga mikið uppá tilveruna hérna. Ég hlakka mikið til að fá allar þær heimsóknir sem von er á. Ég fer ekki mikið að "væna og dæna" þegar ég er ein. Þá breytist ég í nörd sem er alltaf einn heima eða á bókasafninu. Annars er ég búin að finna skóla gymmið sem er innifalið í skólagjöldunum og er farin að stunda það reglulega.
bestu kveðjur, L
lilja Johannsdottir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:38
Halló Halló vinkona. Mínar bestu óskir um skemmtilegan dag í dag,gott að Anna er hjá þér ..Er Jói heima núna ? Knús og klemma úr Mýrinni
ausa (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 09:33
Takk enn og aftur fyrir æðislega ferð! Frábært að vera með "innfædda" með sér þegar maður er í útlöndum. Hafðu það gott, kv. Anna :)
Anna (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.