Er flutt

Í dag er flutningadagur. Ótrúlegt hvað maður (Jóhann) sankar að sér miklu drasli. Nokkrar ferðir upp og niður stigana til að koma farangrinum í minivaninn, koma í staðin fyrir leikfimi dagsins. Nýja íbúðin er falleg og rúmgóð. Konan sem við leigjum af  er listamaður eins og Nicole sem við leigðum af í Austur þorpinu, maðurinn hennar líka.
Þessi vika hefur liðið hratt, einsemdin ekki sem verst, sem betur fer koma margir í heimsókn á meðan ég er hér. Því að ég geri ekki neitt merkilegt svona ein. Um helgina fór ég í window shoppig og fékk mér lunch í Columbus Circle. Þaðan er fallegt útsýni yfir Cetral Park.
Nú þarf ég að kanna Williamsburg og vera undirbúin þegar næsta heimsókn brestur á. En það eru Jóhann, Gylfi og Hrafnhildur sem koma á fimmLunch í Columbus Circleudaginn.
Farangurinn!!Stofan í Brooklyn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íbúðin lítur glæsilega út á myndunum. Hlökkum til að sjá New York aftur. Það er meira en áratugur síðan ég kom þangað síðast, þótt ótrúlegt megi virðast, og mun lengra síðan Hrafnhildur fór þangað.

Kv. Gylfi

Gylfi Magnússon (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:54

2 identicon

Hlakka mikið til að eiga góðar stundir með ykkur næstu daga.  Ég hef ekki komið til NY síðan ég var 11 ára.  Ég býst við að þetta verði allt öðruvísi upplifun. Sjáumst á morgun!

Kv. Hrafnhildur

Hrafnhildur Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:46

3 identicon

Hæ....gaman að fylgjast með þér og þínum gestum.Er ekki með NYCstopp í nóv því miður. Við KP erum að fara cruising út frá Ft.Lauderdale í lok nóv.......ekkert smá spennandi ferð.Vorum í Köben um helgina að heimsækja Hjalta,Lindu,Nínu og Eddu ...yndisleg helgi og kíktum líka á Jóa bróður og co.

Kær kveðja, Guðrún Jóh.

Guðrún Jóh. (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:27

4 identicon

Hæ mammsý. Mér finnst þú ekki blogga nóg.

miss jú. knús. dójó 

dóra (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:42

5 identicon

Hæ vinkona,sammála Dóru,við viljum meira, ekki spurning..þótt þér finnist það ekki vera neitt merkilegt,þá er alltaf gaman að heyra hvað þú ert að gera..kveðja ausa

ausa (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband