17.11.2007 | 14:35
Mæðgur
Í liðinni viku hitti ég þær mæðgur Kristrúnu og Sæunni og borðaði með þeim á Rouls sem er franskur veitingarstaður í Soho. Ótrúlega góður matur og notarlegt andrúmsloft. Við sáum líka jólasýningu í Radio City með The Rocketts. Jólasýning er árviss viðburður í Radio City og er þetta 75. árið sem hún er sýnd. The Rocketts, 36 dansarar sem eru eitt af táknum New York, halda upp sýningunni með aðdáunarveðri koreografíu.
Ein kennslustund í öðru námskeiðinu sem ég tek var haldin í The Metropolitan Museum Of Art. Við fengum fyrirlestur um það sem safnið hefur uppá að bjóða fyrir kennara og skólaheimsóknir. Okkar hlutverk var að útbúa kennslustund byggða á verkum úr safninu. Þegar safnskoðun var lokið héldum við upp á efri hæðir þar sem við nutum tónlistar og drukkum vín.
Nú eru aðrar mæðgur komnar í heimsókn og fjörið heldur áfram.
Ein kennslustund í öðru námskeiðinu sem ég tek var haldin í The Metropolitan Museum Of Art. Við fengum fyrirlestur um það sem safnið hefur uppá að bjóða fyrir kennara og skólaheimsóknir. Okkar hlutverk var að útbúa kennslustund byggða á verkum úr safninu. Þegar safnskoðun var lokið héldum við upp á efri hæðir þar sem við nutum tónlistar og drukkum vín.
Nú eru aðrar mæðgur komnar í heimsókn og fjörið heldur áfram.
Um bloggið
Lilja Jóhannsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.