24.11.2007 | 18:50
Systur
Við systur lentum aldeilis í ævintýrum í gær! Eftir dágott dugnaðarkast við tölvurnar í gærmorgun, skelltum við okkur í bæinn. Við tókum stefnuna á Guggenheim safnið, sem er afarflott. Hannað af
Frank Lloyd Wright, ein flottasta bygging í heimi. Sýningarnar þar núna voru svona la la, en einn gesta safsins um leið og við var leikarinn Kevin Klein. Hann var með dóttur sinni þótti okkur mikill fengur í að sjá hann berum augum. Hann bara lallaði þarna um, hallaði höfðinu aftur og pírði augun til að gaumgæfa listaverkin og við vorum svona þremur skrefum á undan og reyndum eins mest og við máttum að glápa ekki meira á hann en listaverkin. Hann er hér í bæ (kannski á hann heima hérna ég veit það ekki) en allavega er hann að leika í Cyrano de Bergerac á Broadway. Því miður er sviðsmannaverkfall, þannig að við getum ekki farið að sjá hann.
Nú, næst lá leiðin niður í bæ, Down town. Við gengum flottar götur, Bleeker Street og 8th Aveune í
áttina að Meatpacking district sem er mest hipp kúl svæðið núna. Fengum okkur kokteil á
einum smörtum stað og rákum nefið inn í nokkra aðra rosalega. Á Bleeker Street fórum við inní gourmet búð og keyptum Siggi's skyr. Næst var plan Lilju að fara á Poetry slam, það var í Austurþorpinu og Lilja
er ansi hættuleg með það að draga mann gangandi þingmannaleiðir þrjár- en það var þess virði því að á Nuyorican Poets Cafe var troðið út úr dyrum og ljóðakeppnin að byrja. Þarna var mikill hiti í fólki, hrópað
og kallað og ljóðum gefin einkun. Eitt skáldið var albest og hann heitir Jamaal St. John. Við stoppuðum þarna í um 1 og 1/2 tíma en ég var orðin ansi sárfætt eftir þingmannaleiðirnar og svo voru engin sæti
á slamminu. Við héldum þá heim á leið og þegar við komum hingað í götuna til Lilju stoppuðum við á einum pubb á Bedford Avenue. Servitrísan var geðþekk og tók að spjalla við okkur og þegar kom í ljós að við værum frá Íslandi sagði hún að uppáhalds dansari sinn væri íslensk, hún mundi ekki hvað hún hét en tólistarmaðurinn sem dansarinn vinnur með væri í miklu uppáhaldi hjá sér líka og hann héti Johann Johannson. Þið getið ímyndað þér hissuna og gólin þegar hún heyrði að við værum systur hans. Við höfðum út úr þessu frían bjór á barnum út á frægð Jonna. Hún hafði hitt hann í Vín og spallað við hann fyrir nokkrum árum síðan, er dansari sjálf og langar alveg ofsalega að vinna með honum.
Þetta var nú meiri dagurinn!
Frank Lloyd Wright, ein flottasta bygging í heimi. Sýningarnar þar núna voru svona la la, en einn gesta safsins um leið og við var leikarinn Kevin Klein. Hann var með dóttur sinni þótti okkur mikill fengur í að sjá hann berum augum. Hann bara lallaði þarna um, hallaði höfðinu aftur og pírði augun til að gaumgæfa listaverkin og við vorum svona þremur skrefum á undan og reyndum eins mest og við máttum að glápa ekki meira á hann en listaverkin. Hann er hér í bæ (kannski á hann heima hérna ég veit það ekki) en allavega er hann að leika í Cyrano de Bergerac á Broadway. Því miður er sviðsmannaverkfall, þannig að við getum ekki farið að sjá hann.
Nú, næst lá leiðin niður í bæ, Down town. Við gengum flottar götur, Bleeker Street og 8th Aveune í
áttina að Meatpacking district sem er mest hipp kúl svæðið núna. Fengum okkur kokteil á
einum smörtum stað og rákum nefið inn í nokkra aðra rosalega. Á Bleeker Street fórum við inní gourmet búð og keyptum Siggi's skyr. Næst var plan Lilju að fara á Poetry slam, það var í Austurþorpinu og Lilja
er ansi hættuleg með það að draga mann gangandi þingmannaleiðir þrjár- en það var þess virði því að á Nuyorican Poets Cafe var troðið út úr dyrum og ljóðakeppnin að byrja. Þarna var mikill hiti í fólki, hrópað
og kallað og ljóðum gefin einkun. Eitt skáldið var albest og hann heitir Jamaal St. John. Við stoppuðum þarna í um 1 og 1/2 tíma en ég var orðin ansi sárfætt eftir þingmannaleiðirnar og svo voru engin sæti
á slamminu. Við héldum þá heim á leið og þegar við komum hingað í götuna til Lilju stoppuðum við á einum pubb á Bedford Avenue. Servitrísan var geðþekk og tók að spjalla við okkur og þegar kom í ljós að við værum frá Íslandi sagði hún að uppáhalds dansari sinn væri íslensk, hún mundi ekki hvað hún hét en tólistarmaðurinn sem dansarinn vinnur með væri í miklu uppáhaldi hjá sér líka og hann héti Johann Johannson. Þið getið ímyndað þér hissuna og gólin þegar hún heyrði að við værum systur hans. Við höfðum út úr þessu frían bjór á barnum út á frægð Jonna. Hún hafði hitt hann í Vín og spallað við hann fyrir nokkrum árum síðan, er dansari sjálf og langar alveg ofsalega að vinna með honum.
Þetta var nú meiri dagurinn!
Um bloggið
Lilja Jóhannsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá! en gaman! ég tel niður mínúturnar þangað til við skötuhjúin komum í heimsókn í ævintýraborgina! knús á ykkur sætu systur. dóra
Fatgirl, 25.11.2007 kl. 14:37
er græn af öfund - en held ég hafi pínt út páskaferð til NY með fjölsk. í jólagjöf, svo ég fylgist með ykkur af athygli - þó ég geti aldrei svo sem montað mig af talenteruðum systkynum á sama hátt og þið systur, en ég hlýt að geta logið góðri sögu!!
asa hregg (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.