2.12.2007 | 16:34
Hverfin í Brooklyn
Við höfum verið að kynna okkur hin ýmsu hverfi Brooklyn. En Brooklyn er stærsti og fjölmennasti (2,5 milljónir íbúa) bæjarhlutinn af þeim fimm sem mynda New York borg. Eitt kvöldið fórum við Gunna í göngutúr og ætluðum að skoða Greenpoint sem er næsta hverfið við Williamsburg. En við höfum sennilega gefist of fljótt upp, enda var lítið um að vera í þeim götum sem við löbbuðum um, og snerum við án þess að uppgötva leyndardóma hverfisins.
Einn daginn skoðuðum við BAM sem er listamiðstöð þar sem boðið er uppá alþjóðlega listviðburði. Við gegum síðan um Brooklyn Heights og enduðum á gangstíg meðfram Austuránni þar sem við nutum útsýnis yfir á Manhattan. Þaðan lá leiðin í hverfi sem er á milli Brooklyn brúar og Manhattan brúar sem heitir Dumbo. Þar eru búðir og skemmtilegir veitingastaðir, m.a. einn sem Gunna og Goggur borðuðu á sem heitir Bubbys þar sem einnig er frábært útsýni yfir Austurána.
Okkur langaði líka til að kynnast Park Slope sem er eitt af mörgum hverfum Brooklyn og þeim frábæru stöðum sem er að finna á 5th avenue. Við fengum tips um Al di La þar sem á að vera frábær heimilismatur, en þar var löng biðröð og við fengum ekki einusinni pláss í biðröðinni, en fórum í staðinn á frábæran Sushi stað. Leigubílstjórarnir neituð að keyra okkur til baka til Williamsburg, sögðust ekki rata. En við hittum loksins á ratvísan leigubílstjóra sem bjó í Brooklyn og við komumst heim.
Við höfum farið á nokkra staði í Williamsburg. Um daginn var Max ZT, Dulcimer spilari að spila með hljómsveit á Galapagos sem er tónleikastaður með sundlaug (ekki til að synda í). Við Gunna fórum með einni bekkjarsystur minni og skemmtum okkur konunglega. Flestir staðirnir í sömu götu eru með sundlaugar eða eitthvað vatnsþema.
Gunna og Goggur eiga einn dag eftir og ég fæ næstu sendingu af gestum í dag. Það er búið að vera frábært að hafa Gunnu, við höfum haft það virkilega huggulegt. (Nema að ég hef þurft að nördast svoldið).
Einn daginn skoðuðum við BAM sem er listamiðstöð þar sem boðið er uppá alþjóðlega listviðburði. Við gegum síðan um Brooklyn Heights og enduðum á gangstíg meðfram Austuránni þar sem við nutum útsýnis yfir á Manhattan. Þaðan lá leiðin í hverfi sem er á milli Brooklyn brúar og Manhattan brúar sem heitir Dumbo. Þar eru búðir og skemmtilegir veitingastaðir, m.a. einn sem Gunna og Goggur borðuðu á sem heitir Bubbys þar sem einnig er frábært útsýni yfir Austurána.
Okkur langaði líka til að kynnast Park Slope sem er eitt af mörgum hverfum Brooklyn og þeim frábæru stöðum sem er að finna á 5th avenue. Við fengum tips um Al di La þar sem á að vera frábær heimilismatur, en þar var löng biðröð og við fengum ekki einusinni pláss í biðröðinni, en fórum í staðinn á frábæran Sushi stað. Leigubílstjórarnir neituð að keyra okkur til baka til Williamsburg, sögðust ekki rata. En við hittum loksins á ratvísan leigubílstjóra sem bjó í Brooklyn og við komumst heim.
Við höfum farið á nokkra staði í Williamsburg. Um daginn var Max ZT, Dulcimer spilari að spila með hljómsveit á Galapagos sem er tónleikastaður með sundlaug (ekki til að synda í). Við Gunna fórum með einni bekkjarsystur minni og skemmtum okkur konunglega. Flestir staðirnir í sömu götu eru með sundlaugar eða eitthvað vatnsþema.
Gunna og Goggur eiga einn dag eftir og ég fæ næstu sendingu af gestum í dag. Það er búið að vera frábært að hafa Gunnu, við höfum haft það virkilega huggulegt. (Nema að ég hef þurft að nördast svoldið).
Um bloggið
Lilja Jóhannsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú erum við komin heim með margar góðar minningar í farteskinu. Takk fyrir allt Lilja mín!
Guðrún Jóhannsdóttir, 7.12.2007 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.