Síðasta bloggið

Jól í Macys L1030519Jólagjafakaup L1030505Þá er komið að síðustu bloggfærslunni. Það var frábært að koma á hlýjan klakann í morgun (með yfir 100 kg af farangri).  Heimilið var búið að þrífa og skreyta og smákökuilmurinn tók á móti okkur. Það jafnast ekkert á við það að vera komin heim.
Skólinn var búinn í fyrstu vikunni í desember og gengu bæði námskeiðin mjög vel. Ég held jafnvel að ég hafi líka náð námskeiðinu sem ég tók í KHÍ í fjarnámi. Sem sagt 12 einingar í höfn og náin kynni við stórkostlega heimsborg eru afraksturinn af fyrri hluta námsleyfisins.
Lokaspretturinn í New York var tekinn á rólegu nótunum. Til stóð að sjá jafnvel einn söngleik í viðbót eða eina danssýningu. En tíminn flaug frá okkur og Gospell brunch í Harlem og kvöldverður á Il Buco verða einnig að bíða þar til við komum næst.
En við náðum að kaupa slatta af jólagjöfum og einhverjar spjarir utan á okkur.  Jólainnkaupin hrukku fyrst í almennilegan gír þegar Lilja áttaði sig á að það var miklu minni troðningur og engar biðraðir í dýru búðunum á fimmtu breiðgötu.  Við fórum á nokkur veitingahús sem við vorum búin að fá tips um s.s. The Spotted Pig sem er veitingarstaður í vestur þorpinu þar sem himneskir hamborgarar eru í boði og verðið eftir því, Peter Luger steikhús í Williamsburg, þar sem steikurnar eru víst þær bestu í New York, fengið bestu einkunn s.l. 23 ár.  Nú síðast var farið á Jules Jazz veitingarhús í austur þorpinu þar sem er lifandi tónlist öll kvöld. Þar spilaði Lipbone Redding  á varinar á sér. Hann tjáði okkur áhuga sinn á Íslandsferð og gerðumst við umboðsmenn hans á staðnum.  Einnig könnuðum við Williamsburg aðeins nánar og kíktum á stað við Grand street sem heitir Rose. Við vorum reyndar einu gestirnir þar þegar við litum inn undir miðnætti á mánudagskvöld, og 5 manna blues grúppa tók okkur fagnandi og spilaði fyrir okkur skötuhjúin af krafti meðan við ýmist löptum rauðvín eða dönsuðum – virkilega rómantískur endir á barrannsóknum okkar í NY.   Við vorum líka menningarleg og skoðuðum splunkunýtt safn á Bowery, The New Museum sem var áhugavert eins og nýlist gerist hvað best. Villi, Siffufrændi sem bjargaði okkur í húsnæðismálunum hér í haust bauð okkur í jólaboð þar sem við fengum frábærar veitingar sem hefðu sómt sér vel í íslenskri fermingarveislu og við hittum skemmtilegt fólk, mest úr tískubransanum en einnig verðbréfamiðlara  -svona dæmigert NY fólk.   Ein bandaríski tískuhönnuðurinn sagði okkur frá tískusýningu, sem henni ásamt fleirum þekktum hönnuðum var boðið að taka þátt í á Íslandi.  Fyrir frumlegheita sakir átti að halda sýninguna útí buskanum, líklega í Landmannalaugum fyrir nokkrum árum.  Þetta var alveg kostuleg saga af fullkomlega misheppnaðri uppákomu.  Allt skipulag með íslenska “þetta reddast” laginu, nema hér klikkað bókstaflega allt og rjóminn af tískublaðamönnum og -ljósmyndurum Evrópu sem voru boðaðir sáust aldrei, aðeins nokkrir furðu lostnir bakpokaferðalangar horfðu á tískusýninguna þarna í öræfunum. 
Þið öll sem hafið fylgst með New York ævintýrinu á blogginu í haust fáið bestu jólakveðjur og óskir um frábært nýtt ár.Hjá Peter Luger eru bestu steikurnar L1030513Alvöru skammtar L1030507
Fallega skreytt jólatréEinkahljómsveit okkar Lilju á síðasta barröltinu L1030534Jólaboð Villa og Eric L1030527The spotted pig - bestu borgararnirSíðasti dagurinn í skólanumSöngvari, trompetleikari og gítarleikari Lipbone Redding með nýjasta aðdáandanum L1030523Bestu hamboragarar NY-Þú færð 10 BigMac fyrir sama verð og einn svona L1030524

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Nýju Jórvíkur útibúsins er þegar sárt saknað. Styðjum eindregið áframhaldandi námsdvöl í áhugaverðum erlendum stórborgum, París, Róm eða Barcelona væru t.d. alveg tilvaldar.

G+H

Gylfi Magnússon (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 23:09

2 identicon

Góð hugmynd, við þurfum endilega að hvetja Lilju til enn frekara náms, t.d í doktorinn, í einhverri spennandi stórborg.  Henni er einstaklega lagið að flétta saman háskólanámi og gestrisni, fær hæstu einkunn í þessu öllu.

formaður aðdáendaklúbbsins

Jóhann Þór (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband