Færsluflokkur: Ferðalög

Síðasta bloggið

Jól í Macys L1030519Jólagjafakaup L1030505Þá er komið að síðustu bloggfærslunni. Það var frábært að koma á hlýjan klakann í morgun (með yfir 100 kg af farangri).  Heimilið var búið að þrífa og skreyta og smákökuilmurinn tók á móti okkur. Það jafnast ekkert á við það að vera komin heim.
Skólinn var búinn í fyrstu vikunni í desember og gengu bæði námskeiðin mjög vel. Ég held jafnvel að ég hafi líka náð námskeiðinu sem ég tók í KHÍ í fjarnámi. Sem sagt 12 einingar í höfn og náin kynni við stórkostlega heimsborg eru afraksturinn af fyrri hluta námsleyfisins.
Lokaspretturinn í New York var tekinn á rólegu nótunum. Til stóð að sjá jafnvel einn söngleik í viðbót eða eina danssýningu. En tíminn flaug frá okkur og Gospell brunch í Harlem og kvöldverður á Il Buco verða einnig að bíða þar til við komum næst.
En við náðum að kaupa slatta af jólagjöfum og einhverjar spjarir utan á okkur.  Jólainnkaupin hrukku fyrst í almennilegan gír þegar Lilja áttaði sig á að það var miklu minni troðningur og engar biðraðir í dýru búðunum á fimmtu breiðgötu.  Við fórum á nokkur veitingahús sem við vorum búin að fá tips um s.s. The Spotted Pig sem er veitingarstaður í vestur þorpinu þar sem himneskir hamborgarar eru í boði og verðið eftir því, Peter Luger steikhús í Williamsburg, þar sem steikurnar eru víst þær bestu í New York, fengið bestu einkunn s.l. 23 ár.  Nú síðast var farið á Jules Jazz veitingarhús í austur þorpinu þar sem er lifandi tónlist öll kvöld. Þar spilaði Lipbone Redding  á varinar á sér. Hann tjáði okkur áhuga sinn á Íslandsferð og gerðumst við umboðsmenn hans á staðnum.  Einnig könnuðum við Williamsburg aðeins nánar og kíktum á stað við Grand street sem heitir Rose. Við vorum reyndar einu gestirnir þar þegar við litum inn undir miðnætti á mánudagskvöld, og 5 manna blues grúppa tók okkur fagnandi og spilaði fyrir okkur skötuhjúin af krafti meðan við ýmist löptum rauðvín eða dönsuðum – virkilega rómantískur endir á barrannsóknum okkar í NY.   Við vorum líka menningarleg og skoðuðum splunkunýtt safn á Bowery, The New Museum sem var áhugavert eins og nýlist gerist hvað best. Villi, Siffufrændi sem bjargaði okkur í húsnæðismálunum hér í haust bauð okkur í jólaboð þar sem við fengum frábærar veitingar sem hefðu sómt sér vel í íslenskri fermingarveislu og við hittum skemmtilegt fólk, mest úr tískubransanum en einnig verðbréfamiðlara  -svona dæmigert NY fólk.   Ein bandaríski tískuhönnuðurinn sagði okkur frá tískusýningu, sem henni ásamt fleirum þekktum hönnuðum var boðið að taka þátt í á Íslandi.  Fyrir frumlegheita sakir átti að halda sýninguna útí buskanum, líklega í Landmannalaugum fyrir nokkrum árum.  Þetta var alveg kostuleg saga af fullkomlega misheppnaðri uppákomu.  Allt skipulag með íslenska “þetta reddast” laginu, nema hér klikkað bókstaflega allt og rjóminn af tískublaðamönnum og -ljósmyndurum Evrópu sem voru boðaðir sáust aldrei, aðeins nokkrir furðu lostnir bakpokaferðalangar horfðu á tískusýninguna þarna í öræfunum. 
Þið öll sem hafið fylgst með New York ævintýrinu á blogginu í haust fáið bestu jólakveðjur og óskir um frábært nýtt ár.Hjá Peter Luger eru bestu steikurnar L1030513Alvöru skammtar L1030507
Fallega skreytt jólatréEinkahljómsveit okkar Lilju á síðasta barröltinu L1030534Jólaboð Villa og Eric L1030527The spotted pig - bestu borgararnirSíðasti dagurinn í skólanumSöngvari, trompetleikari og gítarleikari Lipbone Redding með nýjasta aðdáandanum L1030523Bestu hamboragarar NY-Þú færð 10 BigMac fyrir sama verð og einn svona L1030524

Dórundur í New York

Á McSorley's gamall pubb, góður bjór og skemmtilegt fólkCorn on the cob með bræddum osti og mexico kryddi á Cafe Habana í Nolita.Jæja þá fer þessari dvöl senn að ljúka. Dórundur eru búin að vera í nokkra daga. Þau gerðu góða úttekt á borginni, bæði í verslunum, veitinga- og skemmtistöðum og auðvitað fóru þau á söngleik. Það var frábært að hafa þau eins og alla hina gestina sem ég hef fengið í heimsókn. Ég er alltaf að læra betur og betur á borgina því fleiri sem koma hingað.
Skólinn er búinn bæði hér og í KHÍ. Mér gekk vel í námskeiðunum hér en er hrædd um að árangurinn í KHÍ verði ekki neitt sérstakur.
Nú eigum við Jóhann eftir eina og hálfa viku til að skoða listasöfn, kanna fleiri borgarhluta og auðvitað versla. Ég hef nefnilega ekki gefið mér almennilega tíma til að kanna búðirnar. Það verður spennandi að sjá hvernig það tekst, en allavega verður gengið frá jólagjafakaupunum hér.
Tólistarflutningur á lestarstöðinniBorðað saman á Saigon Grill, góður og ódýrSungið Kareoke á Sing Sing á St. Marks PlaceEmpire StateLes Enfants Terrible franskur staður á Canal Street Eva og Jöri á Les Enfants TerriblesGeggjaður morgunmatur á Roxy's við Time Square

Hverfin í Brooklyn

SnjórVið höfum verið að kynna okkur hin ýmsu hverfi Brooklyn. En Brooklyn er stærsti og fjölmennasti (2,5 milljónir íbúa) bæjarhlutinn af þeim fimm sem mynda New York borg. Eitt kvöldið fórum við Gunna í göngutúr og ætluðum að skoða Greenpoint sem er næsta hverfið við Williamsburg. En við höfum sennilega gefist of fljótt upp, enda var lítið um að vera í þeim götum sem við löbbuðum um, og snerum við án þess að uppgötva leyndardóma hverfisins.
Einn daginn skoðuðum við BAM sem er listamiðstöð þar sem boðið er uppá alþjóðlega listviðburði. Við gegum síðan um Brooklyn Heights og enduðum á gangstíg meðfram Austuránni þar sem við nutum útsýnis yfir á Manhattan. Þaðan lá leiðin í hverfi sem er á milli Brooklyn brúar og Manhattan brúar sem heitir Dumbo. Þar eru búðir og skemmtilegir veitingastaðir, m.a. einn sem Gunna og Goggur borðuðu á sem heitir Bubby’s þar sem einnig er frábært útsýni yfir Austurána.
Okkur langaði líka til að kynnast Park Slope sem er eitt af mörgum hverfum Brooklyn og þeim frábæru stöðum sem er að finna á 5th avenue. Við fengum tips um Al di La þar sem á að vera frábær heimilismatur, en þar var löng biðröð og við fengum ekki einusinni pláss í biðröðinni, en fórum í staðinn á frábæran Sushi stað. Leigubílstjórarnir neituð að keyra okkur til baka til Williamsburg, sögðust ekki rata. En við hittum loksins á ratvísan leigubílstjóra sem bjó í Brooklyn og við komumst heim.
Við höfum farið á nokkra staði í Williamsburg. Um daginn var Max ZT, Dulcimer spilari að spila með hljómsveit á Galapagos sem er tónleikastaður með sundlaug (ekki til að synda í). Við Gunna fórum með einni bekkjarsystur minni og skemmtum okkur konunglega. Flestir staðirnir í sömu götu eru með sundlaugar eða eitthvað vatnsþema.
Gunna og Goggur eiga einn dag eftir og ég fæ næstu sendingu af gestum í dag. Það er búið að vera frábært að hafa Gunnu, við höfum haft það virkilega huggulegt. (Nema að ég hef þurft að nördast svoldið).

Brooklyn Heights Max ZT að hita upp á lestarstöðinniDýrindis sushi

Myndir

Þessar flottu myndir sem Gunna tók á sína myndvél fá sér færslu.DSC_0178DSC_0179Central ParkDSC_0198Central ParkDSC_0197DSC_0180DSC_0177

Systur

Við systur lentum aldeilis í ævintýrum í gær!  Eftir dágott dugnaðarkast við tölvurnar í gærmorgun, skelltum við okkur í bæinn. Við tókum stefnuna á Guggenheim safnið, sem er afarflott. Hannað af
Frank Lloyd Wright, ein flottasta bygging í heimi. Sýningarnar þar  núna voru svona la la, en einn gesta safsins  um leið og við var  leikarinn Kevin Klein. Hann var með dóttur sinni þótti okkur  mikill fengur í að sjá hann berum augum.  Hann bara lallaði þarna um, hallaði höfðinu aftur og pírði augun til að gaumgæfa listaverkin og við vorum svona þremur skrefum á undan og reyndum eins mest og við máttum að glápa ekki meira á hann en listaverkin. Hann er  hér í bæ (kannski á hann heima hérna ég veit það ekki) en allavega er hann að leika í Cyrano de Bergerac á Broadway.  Því miður er sviðsmannaverkfall, þannig að við getum ekki farið að sjá hann.

Nú, næst lá leiðin niður í bæ, Down town. Við gengum flottar götur, Bleeker Street og 8th Aveune í
áttina að Meatpacking district sem er mest hipp kúl svæðið núna. Fengum okkur kokteil á
einum smörtum stað og rákum nefið  inn í nokkra aðra rosalega. Á Bleeker Street fórum við inní gourmet búð og keyptum Siggi's skyr.  Næst var plan Lilju að fara á Poetry slam, það var í Austurþorpinu og Lilja
er ansi hættuleg með það að draga mann gangandi þingmannaleiðir þrjár- en það var þess virði því að á Nuyorican Poets Cafe var troðið út úr dyrum og ljóðakeppnin að byrja.  Þarna var mikill hiti í fólki, hrópað
og kallað og ljóðum gefin einkun.  Eitt skáldið var albest og hann heitir Jamaal St. John.  Við stoppuðum þarna í um 1 og 1/2 tíma en ég var orðin ansi sárfætt eftir þingmannaleiðirnar og svo voru engin sæti
á slamminu.  Við héldum þá heim á leið og þegar við komum hingað í götuna til Lilju stoppuðum við á einum pubb á Bedford Avenue.  Servitrísan var geðþekk og tók að spjalla við okkur og þegar kom í ljós að við værum frá Íslandi sagði hún að uppáhalds dansari sinn væri íslensk, hún mundi ekki hvað hún hét en tólistarmaðurinn sem dansarinn vinnur með væri í miklu uppáhaldi hjá sér líka og hann héti Johann Johannson.  Þið getið ímyndað þér hissuna og gólin þegar hún heyrði að við værum systur hans.  Við höfðum út úr þessu frían bjór á barnum út á frægð Jonna. Hún hafði hitt hann í Vín og spallað við hann fyrir nokkrum árum síðan, er dansari sjálf og langar alveg ofsalega að vinna með honum.
Þetta var nú meiri dagurinn!Haustlitir
Meiri haustlitirEnn meiri haustlitirTvær dósir af Siggi's skyr

Mæðgur 2

Nú eru Edda og Gunna búnar að vera síðan á föstudaginn. Edda rétt komst í gegnum Thanks giving umferðarhnútana útá flugvöll í kvöld og er flogin heim. Við Gunna munum sakna þess að hafa ekki æskublóma okkur til samlætis en höldum samt ótrauðar áfram að njóta þess sem borgin hefur uppá að bjóða. Búið að kaupa skóEmpire State
MæðgurMæðgurOn the internet where life happens, hvað annað!!

Mæðgur

Í liðinni viku hitti ég þær mæðgur Kristrúnu og Sæunni og borðaði með þeim á Roul’s sem er franskur veitingarstaður í Soho. Ótrúlega góður matur og notarlegt andrúmsloft. Við sáum líka jólasýningu í Radio City með The Rocketts. Jólasýning er árviss viðburður í Radio City og er þetta 75. árið sem hún er sýnd. The Rocketts, 36 dansarar sem eru eitt af táknum New York, halda upp sýningunni með aðdáunarveðri koreografíu.
Ein kennslustund í öðru námskeiðinu sem ég tek var haldin í The Metropolitan Museum Of Art. Við fengum fyrirlestur um það sem safnið hefur uppá að bjóða fyrir kennara og skólaheimsóknir. Okkar hlutverk var að útbúa kennslustund byggða á verkum úr safninu. Þegar safnskoðun var lokið héldum við upp á efri hæðir þar sem við nutum tónlistar og drukkum vín.
Nú eru aðrar mæðgur komnar í heimsókn og fjörið heldur áfram.
L1030250

Diwali og fleira

Diwali er hátíð ljóssins þar sem Idverjar fagna nýju ári og uppskeru. Fjölskylda Nitiku bekkjarsystur minnar sem er indversk hélt partí um helgina í tilefni Diwali. Við Kristrún skelltum okkur auðvitað í partíið. Þar var fullt hús af góðum mat og skemmtilegu fólki. Hér er mynd af bekkjarsystrum mínum, þeim Saori sem er frá Japan, Nitiku og mér.
Daginn eftir skoðuðum við American museum of natural history og um kvöldið gerðumst við Kristrún þjóðlegar og fórum á Múm tónleika hér í New York. Þeir voru haldnir í húsnæði nálægt Central Park. Húsfylli var á tónleikunum og skemmtum við okkur konunglega. Þó að þetta sé ekki tónlistin sem ég hlusta á svona dags daglega fannst mér þetta skemmtilegt og alltaf áhugavert að fylgjast með tónlistarútrásinni.
Í dag gengum við yfir Brooklyn brú, borðuðum ótrúlega gott French toast á Frankie 17 í Lower east Side og skoðuðum Tenament safnið.
Saori, Nitika og LiljaBrooklyn brúFrench toast!!

Kennarablogg

Ráðstefna NYS TESOL (Félag kennara sem kenna ensku sem annað tungumál- í New York fylki) var haldin í White Plains dagana 2. og 3. nóvember. Þar sem ég er mikill ráðstefnu fíkill og ráðstefnan bar yfirheitið “Technology: The Language that Brings Us Together”, gat ég ekki annað en skellt mér. Ég fékk stúdentaafslátt gegn smá sjálfboðavinnu sem ég innti af hendi. Ég vaknaði fyrir allar aldir og tók lest frá Grand Central Station, sem er stórfengleg bygging. Lofthæðin og rýmið virka þannig að maður finnur ekki fyrir mannfjöldanum sem steymir um gólf og ganga á háannatímum.  Stöðin öll er sannarlega eins og listaverk.
Um 600 manns sóttu ráðstefnuna og var fjöldi erinda um 120. Eins og svona ráðstefnur heilla mig þá hrellir það mig jafn mikið að þurfa að velja milli erinda sem ég ætla að hlusta á. Ég lenti tvisvar í því að hafa valið vel, en ákvað að fara út í miðju erindi til að ná öðru erindi (þetta er græðgi!!), sem reyndist síðan vera lélegt í bæði skiptin.
En í heildina held ég að ég sé ánægð með ráðstenfuna. Samt missti ég af báðum aðal fyrirlesurunum. Annar þeirra var Dave Sperling sem heldur úti Dave’s ESL Café (ESL er English as a Second Language),  sem er nokkuð góður vefur sem ég hef oft notað. Reynsluleysi mitt af Amerískum ráðstefnum gerði ekki ráð fyrir því að borga sérstaklega til að heyra í aðalfyrirlesara, þetta fór fram hjá mér. En ég tók þátt í hádegisverði þar sem nokkrir kennarar voru heiðraðir. Þar var m.a. Andrea nokkur Honingsfeldt sem var á Íslandi sem Fulbright styrkþegi 2002. Hún hélt marga fyrirlestra sem ég man eftir og ég veit að hún aðstoðaði mikið við mótun nýbúakennslunnar í Reykjavík. Á ráðsefnunni fékk Andrea verðlaun fyrir að vera “Outstanding teacher” sem felst í framúrskarandi kennslu, þjónustu við nemendur og fyrir að láta að sér kveða bæði faglega og samfélagslega.
Á ráðstefnunni bar margt á góma sem ég hef kynnst á kúrsunum sem ég tek hér, s.s. tæknin við upplestur sem einkennist af; read aloud, shared reading (ég verð með kynningu á “sared reading” kennslustund á þriðjudaginn), think aloud, text-to-self, text-to-world, og text-to-text. Einnig var fjallað um sjálfstæðan lestur, að dýpka skilning á textanum með því að gafa sig ofan í hann og merkja inná spássíur og undirstrika eftir kúnstarinnar reglum. Og lestur með áherslu þar sem notast er við “readers theater” sem líkist útvarpsleikriti þar sem hlutverkum er skipt niður á hópa, þeir lesa texta upphátt í kór. Nemendum er kennt að nýta sér greinarmerki og samhengi textans til að láta lesturinn hljóma áhugaverðan.
Hvað tölvur varðar þá var kynning á podkastvefum nokkuð áhugaverð, einnig hvernig nemendur unnu heimildarmynd um þá pólitísku ákvörðun að skera niður framlög  til enskukennslu fyrir útlendinga. Ég heyrði af vef með stafrænu kvikmyndasafni frá Discovery channel sem skólarnir kaupa aðgang að sem heitir “United streaming videos” og einnig heyrði ég af myndavél sem heitir “Document camera” sem er tengd við skjávarpa og varpar mynd af því sem er sett undir myndavélina uppá vegg.
Ég hef farið í tvær skólaheimsóknir hér og fylgst með ESL kennslu. Margir aðstoðarmenn voru í annarri kennslustofunni eða 4 í 20 barna bekk með nokkrum sérkennslunemendum. Ég á eftir að spyrjast nánar fyrir um þetta. En mér skilst að yfirleitt séu aðstoðarkennarar inni í tímum. Ég stefni á fleiri heimsóknir. Ég komst að því á ráðstefnunni að kennarar í New York eru vel launaðir. Þeir sem eru með master hafa 65.000 USD á ári og þeir tala ákaflega vel um stéttarfélagið sitt sem m.a. styður vel við endurmenntun þeirra. Þeir geta sótt námskeið víða og fengið þau metin til eininga sem þeir safna upp í master, sem veitir launahækkun. Öll námskeiðin eru seinnipart dags. Námskeiðin sem ég sæki byrja kl 5 og 7.
Mér finnst áberandi hvernig markviss mælitæki eru notuð hér á frammistöðu nemenda. Kennarar greina hvar nemandi er staddur í tungumálanámi; beginner, early intermediate, intermediate, advanced. Lesturinn er skilgreindur í þrepum 1., 2., 3., og 4. Í New York fylki er notast við svokallað DRA (development reading assessment) lestrarpróf en þar eru þau hætt að mæla hraða. Þau mæla færni og lesskilning, hvort nemendur geta endursagt og svarað lesskilnings spurningum. Á ráðstefnunni var t.d. talað um ellefu ára nemanda sem var early intermediate ESL, með lestrargetu 3. bekkjar. Ég man ekki hvernig lesturinn er mældur heima, en fannst þetta áhugavert.
Hér eru kennarar mjög óánægðir með lög sem Bush setti árið 2001 sem kallast NCLB (No child left behind) sem eiga að bæta frammistöðu grunnskólabarna. Styrkir til skólanna byggja á niðurstöðum þeirra prófa sem lögin kveða á um að lögð séu fyrir alla nemendur. Kennarar eru sérstaklega óánægði með það að ESL nemedur séu látnir taka þessi próf á jafnt við aðra.
Ég vona að þeir sem eru ekki kennarar en hafa lent í því að lesa bloggið deyi ekki úr leiðindum, en það sem ég er orðin svo gleymin þá finnst mér gott að hafa þetta niðurskrifað einhversstaðar, “for future references”.


Andrea með verðlaunin

Í Brooklyn

Rainbow RoomGestirnir fyrir utan íbúð LJ í­ Williamsburg - Stof=!iso-8859-1!Q!ugluggarnir_eru_=FEarna_bakvi=-1.Glænýir þríburar í­ Halloween dressinu sínuHalloween stemningMorgunmatur uppúr hádegi 15. strætiVerk til minningar um John LennonHljómsveit Gylfa og Lilja og HrafnhildurGylfi að hita salinn uppÁ leiðinni á háa CÞá er liðin ein vika af dvölinni í Brooklyn og hér kann ég mjög vel við mig. Íbúðin er rúmgóð og virðuleg og hátt til lofts. Eigendurnir eru vel stæðir listamenn sem eiga allt húsið og hafa þau gert íbúðina smekklega upp og eru m.a. nokkur virkilega eiguleg listaverk eftir þau í íbúðinni. Í Williamsburg búa margir listamenn og stúdentar og stemningin eftir því, fjöldinn allur af smá veitingahúsum og dúllulegum búðum. Um margt minnir hverfið því á þorpið á Manhattan. Ég er að vísu aðeins lengur á leiðinni í skólann en það munar ekki miklu. Ýmislegt sem ég sakna frá Austur þorpinu, en ég er samt ánægð með að kynnast báðum "aðal" hverfum New York borgar. Það er nefnilega búið að búa til söngleik um Williamsburg eins og gert var um Austur þorpið (Rent). Hverfið er í tísku núna og á uppleið og maður heyrir að fólk nagar sig í handarbökin yfir að hafa ekki keypt fasteign þarna fyrir áratug eða svo þegar verðið var ennþá lágt. Fyrsta vikan í Brooklyn byrjaði á heimsókn Gylfa og Hrafnhildar. Jóhann kom með sama flugi og þau. G&H stormuðu um verslunarhverfin og H. gerði Ann Taylor Loft góð skil (fékk góða þjónustu eins og Anna Hrönn fékk hér um daginn) og var fundvís á skóbúðir. Við gerðum snarpa úttekt á veitingahúsum og skemmtistöðum borgarinnar. Við borðuðum dinner í Rainbow Room. Þaðan ku vera frábært útsýni en þennan dag var staðurinn eiginlega upp í skýjunum og reyndar verðlagið einnig. En við nutum matarins og reyndum að giska á hvar Empire state, Met life og Chrysler byggingarnar földu sig bak við skýin og rigningarúðann. Síðan var strikið tekið niður í Vestur þorp. Fyrir valinu var Groove á þriðja stræti (hvað annað!). Þar var rokkhljómsveit að spila cover lög frá Motown og fleirum. Við settumst á fremsta bekk, næst hljómsveitinni. Þetta var ágætis skemmtun, hljómsveitin pottþétt og náði upp góðri stemningu í salnum. En þegar við vorum að spá í að fara að rölta á næsta pöbb, voru ekki allir sammmála um það. Þannig að einn umgangur enn var pantaður og hljómsveitin hélt áfram. Söngvarinn var alltaf að stinga hljóðnemanum að Jóhanni og Gylfa. Þeir skáru sig úr hvað fataburð varðar, einir í jakkafötum á svæðinu, og söngvaranum hefur fundist það áhugavert. Við vissum ekki fyrr en söngvarinn var búinn að dobbla Gylfa uppá svið. Ættmennum G. brá nokkuð við þetta og spurningin hvað mundi gerast næst, enda hefur líklega engin okkar upplifað áður að G. tæki að sér hlutverk söngvara með rokksveit. Spenningurinn var sennilega líkastur og undan frægu söngatriði Garðars Hólm. En Gylfi lét ekki ganga á eftir sér og skellti sér í grúfið. Hann var vægast sagt æðislegur og salurinn ætlaði að tryllast og áheyrendur helltu sér yfir hann með fagnaðarlátum þegar söngnum lauk. Þetta var svona "once in a lifetime" fyrir okkur að sjá Gylfa troða svona upp þarna, en margar frægar stjörnur hafa troðið þarna upp í gegnum tíðina svo það er ekki leiðum að líkjast. Seinna kvöldið fórum við á söngeikinn Spamalot sem er byggður á Monthy Python myndinni "The search for the holy grail". Skemmtilegur leikur og fyndin í senn. Eftir söngleikinn var farið í kvöldmat í Vesturþorpið. Síðasta dag G. og H. hjá okkur fundum við sætan franskan stað á fimmtándu götu og borðuðum morgunmat. Síðan var rölt um Central Park og rákumst m.a. á verk til minningar um John Lennon á móts við Dakota bygginguna þar sem hann bjó. G&H fóru á sunnudaginn í bílaleigubíl á fornar slóðir Gylfa hjá Yale og Jóhann var áfram hér til miðvikudagskvölds. Í gær fór ég á fyrirlestur sem Dr Howard Gardner hélt í skólanum. Dr. Gardner er prófessor í Harvard og er frægastur fyrir kenningar sínar um fjölgreind eða MI. Nokkrir íslenskir skólar byggja sína starfsemi utanum kenningar hans að einhverju leiti. Í fyrirlestrinum lýsti hann ferlinu sem hann fór í gegnum við þróun kenninganna og sagði frá fólkinu sem hann vann með á þeim áratugum sem hann mótaði kenninguna. Hann er enn að pæla á fullu (enda er hann ungur, fæddur '45) og er nýbúinn að gefa út bókina "Five minds for the future" (disciplined, synthesized, creative, respectful, and ethical) Þessar "minds" nýta sér fjölgreindina en fjalla um stefnumótun frekar en sálfræði. Dr. Gardner verður með námskeið í NYU á næsta ári. Í dag er Halloween. Síðan um helgi hefur fólk verið að kynda upp og taka forskot á sæluna. Hámarki var náð í dag þegar allir voru komnir í búninga, þá á ég við ALLIR, mamman og pabbinn og öll börnin sama hvað þau voru gömul. Vona að það verði ekki löng bið eftir næsta bloggi, en stundum er bara svo mikið að gera**. Takk fyrir innlitið öllsömul, ég kíki daglega og tjekka á athugasemdum!!

Næsta síða »

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband