Kennarablogg

Ráðstefna NYS TESOL (Félag kennara sem kenna ensku sem annað tungumál- í New York fylki) var haldin í White Plains dagana 2. og 3. nóvember. Þar sem ég er mikill ráðstefnu fíkill og ráðstefnan bar yfirheitið “Technology: The Language that Brings Us Together”, gat ég ekki annað en skellt mér. Ég fékk stúdentaafslátt gegn smá sjálfboðavinnu sem ég innti af hendi. Ég vaknaði fyrir allar aldir og tók lest frá Grand Central Station, sem er stórfengleg bygging. Lofthæðin og rýmið virka þannig að maður finnur ekki fyrir mannfjöldanum sem steymir um gólf og ganga á háannatímum.  Stöðin öll er sannarlega eins og listaverk.
Um 600 manns sóttu ráðstefnuna og var fjöldi erinda um 120. Eins og svona ráðstefnur heilla mig þá hrellir það mig jafn mikið að þurfa að velja milli erinda sem ég ætla að hlusta á. Ég lenti tvisvar í því að hafa valið vel, en ákvað að fara út í miðju erindi til að ná öðru erindi (þetta er græðgi!!), sem reyndist síðan vera lélegt í bæði skiptin.
En í heildina held ég að ég sé ánægð með ráðstenfuna. Samt missti ég af báðum aðal fyrirlesurunum. Annar þeirra var Dave Sperling sem heldur úti Dave’s ESL Café (ESL er English as a Second Language),  sem er nokkuð góður vefur sem ég hef oft notað. Reynsluleysi mitt af Amerískum ráðstefnum gerði ekki ráð fyrir því að borga sérstaklega til að heyra í aðalfyrirlesara, þetta fór fram hjá mér. En ég tók þátt í hádegisverði þar sem nokkrir kennarar voru heiðraðir. Þar var m.a. Andrea nokkur Honingsfeldt sem var á Íslandi sem Fulbright styrkþegi 2002. Hún hélt marga fyrirlestra sem ég man eftir og ég veit að hún aðstoðaði mikið við mótun nýbúakennslunnar í Reykjavík. Á ráðsefnunni fékk Andrea verðlaun fyrir að vera “Outstanding teacher” sem felst í framúrskarandi kennslu, þjónustu við nemendur og fyrir að láta að sér kveða bæði faglega og samfélagslega.
Á ráðstefnunni bar margt á góma sem ég hef kynnst á kúrsunum sem ég tek hér, s.s. tæknin við upplestur sem einkennist af; read aloud, shared reading (ég verð með kynningu á “sared reading” kennslustund á þriðjudaginn), think aloud, text-to-self, text-to-world, og text-to-text. Einnig var fjallað um sjálfstæðan lestur, að dýpka skilning á textanum með því að gafa sig ofan í hann og merkja inná spássíur og undirstrika eftir kúnstarinnar reglum. Og lestur með áherslu þar sem notast er við “readers theater” sem líkist útvarpsleikriti þar sem hlutverkum er skipt niður á hópa, þeir lesa texta upphátt í kór. Nemendum er kennt að nýta sér greinarmerki og samhengi textans til að láta lesturinn hljóma áhugaverðan.
Hvað tölvur varðar þá var kynning á podkastvefum nokkuð áhugaverð, einnig hvernig nemendur unnu heimildarmynd um þá pólitísku ákvörðun að skera niður framlög  til enskukennslu fyrir útlendinga. Ég heyrði af vef með stafrænu kvikmyndasafni frá Discovery channel sem skólarnir kaupa aðgang að sem heitir “United streaming videos” og einnig heyrði ég af myndavél sem heitir “Document camera” sem er tengd við skjávarpa og varpar mynd af því sem er sett undir myndavélina uppá vegg.
Ég hef farið í tvær skólaheimsóknir hér og fylgst með ESL kennslu. Margir aðstoðarmenn voru í annarri kennslustofunni eða 4 í 20 barna bekk með nokkrum sérkennslunemendum. Ég á eftir að spyrjast nánar fyrir um þetta. En mér skilst að yfirleitt séu aðstoðarkennarar inni í tímum. Ég stefni á fleiri heimsóknir. Ég komst að því á ráðstefnunni að kennarar í New York eru vel launaðir. Þeir sem eru með master hafa 65.000 USD á ári og þeir tala ákaflega vel um stéttarfélagið sitt sem m.a. styður vel við endurmenntun þeirra. Þeir geta sótt námskeið víða og fengið þau metin til eininga sem þeir safna upp í master, sem veitir launahækkun. Öll námskeiðin eru seinnipart dags. Námskeiðin sem ég sæki byrja kl 5 og 7.
Mér finnst áberandi hvernig markviss mælitæki eru notuð hér á frammistöðu nemenda. Kennarar greina hvar nemandi er staddur í tungumálanámi; beginner, early intermediate, intermediate, advanced. Lesturinn er skilgreindur í þrepum 1., 2., 3., og 4. Í New York fylki er notast við svokallað DRA (development reading assessment) lestrarpróf en þar eru þau hætt að mæla hraða. Þau mæla færni og lesskilning, hvort nemendur geta endursagt og svarað lesskilnings spurningum. Á ráðstefnunni var t.d. talað um ellefu ára nemanda sem var early intermediate ESL, með lestrargetu 3. bekkjar. Ég man ekki hvernig lesturinn er mældur heima, en fannst þetta áhugavert.
Hér eru kennarar mjög óánægðir með lög sem Bush setti árið 2001 sem kallast NCLB (No child left behind) sem eiga að bæta frammistöðu grunnskólabarna. Styrkir til skólanna byggja á niðurstöðum þeirra prófa sem lögin kveða á um að lögð séu fyrir alla nemendur. Kennarar eru sérstaklega óánægði með það að ESL nemedur séu látnir taka þessi próf á jafnt við aðra.
Ég vona að þeir sem eru ekki kennarar en hafa lent í því að lesa bloggið deyi ekki úr leiðindum, en það sem ég er orðin svo gleymin þá finnst mér gott að hafa þetta niðurskrifað einhversstaðar, “for future references”.


Andrea með verðlaunin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannsdóttir

En frábært! Ég las þetta af mikilli athygli þó að ég sé ekki kennari. Ég er viss um að þú getur miðlað miklu í faginu þegar þú kemur heim.  

Mér sýnist líka að öll gestrisni þín við nemendur Jarðhitaskólans færi Íslandi bráðum mörg hundruð miljarða - Skoðaðu viðtalið við  Össur í Silfri Egils í dag (seriously!)

Við Edda eru farnar að telja dagana 14.13.12.11... 

Bless í bili,

Gunna, stolta systir. 

Guðrún Jóhannsdóttir, 5.11.2007 kl. 01:12

2 identicon

Lilja, þú ert svooo dugleg, það er gaman að vera í lærdómsgírnum og geta einbeitt sér að námi. Þú getur aldeilis kennt okkur nýjar aðferðir þegar heim kemur. Mér finnst gaman að lesa bloggið þitt bæði það fræðilega og líka um lífið og tilveruna í stórborginni. Verst að hafa ekki tök á að heimsækja þig, en hlakka bara til að fá þig til baka og labba aftur Laugaveginn saman.

Hafðu það gott, kveðja úr rokinu á Seltjarnarnesi,
Gréta

Margrét Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband