10.9.2007 | 03:49
Sunnudagur í New York
Nú erum við búin að vera hér í eina viku. Best að halda hvíldardaginn heilagan og hvíla námsbækurnar. Byrjað var á því að huga að sumarklæðnaði. Þau fáu sumarföt sem við eigum eru yfirleitt ekki mikið notuð og gleymast gjarna þegar pakka á niður fyrir ferðalög. Jóhann var búinn að þramma um í svörtum leðurjakka og gallabuxum alla vikuna og var að bráðna, þannig að ákveðið var að far að versla í dag. Í liðinni viku höfum við gjóað augunum inní þær verslanir sem hafa verið á vegi okkar og flestar eru einhvern vegin ekki fyrir okkur hvorki hvað varðar vaxtarlag né aldur, kannski aðallega vaxtarlag. Við studdumst við eina af ferðamannabókunum okkar og fundum verslanagötu með "bargain shopping". Þetta reyndist vera Orchard street. Þetta er göngugata að hluta með yfirbragð markaðar. Jóhann var heppinn í fyrstu tilraun og fékk buxur á 14 dollara og jakka á 35. Buxurnar voru ekki mjög smart en ljósar og léttar, akkurat eins og maður þarf að vera í í hitanum. Eftir þessi kjarakaup fannst okkur tilvalið að athuga með aðrar buxur. Frekir afgreiðslumenn voru einkennandi fyrir flestar þær verslanir sem við fórum inní, ekki beint hvetjandi að versla við þá. Maður er þeirri stund fegnastur þegar maður kemst þaðan út án þess að hafa keyp helling af einhverju sem maður hafði alls ekki ætlað að kaupa. En honum tókst að troða inná okkur belti í viðbót við buxur sem voru bara ansi smart.
Næst fórum við í brunch á Jaffa café. Staður sem ég var búin að fá tips um. Á þessum stað er garður bak við. Síðan fórum við í tvo garða, Thomkins Park og Washington Square Park. Í Thomkins Square Park var hátíð og margt að gerast. Fullt af básum þar sem fólk var að kynna bækur, ljóð og myndlist. Þar voru líka tónleikar, þar spilaði m.a. hljómsveit sem heitir Fire Flies. Í Washington Square Park var fólk að troða upp og við sátum góða stund og hlustuðum á jazz band sem heitir NuQ-Leus. Andrúmsloftið í görðunum er mjög afslappað og notalegt að sitja og horfa á fólkið, sem er allavega og sumt mjög skrautlegt.
Næst fórum við í brunch á Jaffa café. Staður sem ég var búin að fá tips um. Á þessum stað er garður bak við. Síðan fórum við í tvo garða, Thomkins Park og Washington Square Park. Í Thomkins Square Park var hátíð og margt að gerast. Fullt af básum þar sem fólk var að kynna bækur, ljóð og myndlist. Þar voru líka tónleikar, þar spilaði m.a. hljómsveit sem heitir Fire Flies. Í Washington Square Park var fólk að troða upp og við sátum góða stund og hlustuðum á jazz band sem heitir NuQ-Leus. Andrúmsloftið í görðunum er mjög afslappað og notalegt að sitja og horfa á fólkið, sem er allavega og sumt mjög skrautlegt.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Um bloggið
Lilja Jóhannsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður sunnudagur hjá ykkur. Hljómar ótrúlega næs. Skemmtilegt að fá að sjá myndir jafnóðum. Knús dóra.
Dóra Johannsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:45
Sæl kæru NYCbúar. Loks hef ég fundið ykkur!! Ég vissi ekki fyrr en í gær að það væri blogg í gangi, þegar ég heimsótti Stefaníu í búðina, var alltaf að bíða eftir e-mail frá þér Lilja. Það verður gaman að fylgjast með ykkur í stórborginni. gangi ykkur allt í haginn.
Kveðja Gréta
Gréta (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:27
Halló halló ..loksins fékk ég að vita slóðina ..þetta hljómar ferlega flott..verður gaman að fylgjast með ykkur skötuhjúum í vetur..bestu kveðjur úr Mýrinni...
ausa (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:08
Hæ frænka og velkomin til USA ;)
Mikið held ég að það eigi eftir að vera gaman hjá þér í vetur. Svo veistu að ef þig þyrstir í svakaleg ævintýri þá er Kalamazoo staðurinn þar sem hlutirnir gerast og þú alltaf velkomin.
Vonandi verður þú duglegri að blogga en systir þín ........ha Guðrún!
Bestu kveðjur innan úr landi.
Ragnhildur
p.s.
íslenskt vatn til í Walgreens og Target.
Skyr, smjör, suðusúkkulaði í Whole Foods og einnig íslenskt lambakjöt á haustin............bara svona ef þú skildir ekki vera með þetta á hreinu og ert að kafna úr heimþrá.
Ragnhildur Sara (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 00:43
Hæ Ragnhildur
Gaman að heyra í þér. Við erum búin að finna skyrið í Whole foods en höfum ekki rekist á smjörið ennþá.
Gott að vita af heimboði í Kalamazoo, nafnið hljómar allavega vel.
kv Lilja
Lilja Jóhannsdóttir, 14.9.2007 kl. 04:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.