Helgin

Prospect Park í BrooklynÞá er best að segja frá því helsta sem gerðist um helgina. Tenement museum er safn á Lower East Side sem helgar sig varðveislu aldargamalla fjölbýlishúsa.  En við búum einmitt í Tenement húsi. Húsin á Lower East Side byggðu innflytjendur  uppúr miðri nítjándu öld. Við fengum áhugaverða leiðsögn um hverfið sem einkum var byggt upp af fólki frá Asíu og austur Evrópu. 

Við tókum daginn snemma á sunnudegi og gengum yfir Brooklynbrúna. Það eru 140 ár síðan hún var byggð, og gekk víst á ýmsu. M.a. tróðust 12 manns undir þegar hún var vígð svo mikill var spenningurinn að ganga yfir. Það gekk mun betur í dag, en mikill fjöldi var á göngu, skokki eða hjólandi í góðviðrinu.
Eftir staðgóðan morgunverð að amerískum sið skelltum við okkur á Book Festival í Brooklyn. Það var pökkuð dagskrá þar sem höfundar spjölluðu, lásu og fluttu erindi. Við lentum á kynningu hjá áhugaverðu fólki, þeim  Neal Pollack og  Amy Sohn sem lásu úr verkum sínum og   Ayun Halliday rakti úr þeim garnirnar um það hvernig það er að vera "alternative" foreldri og að skrifa um það. Samtal um efni sem er áhugavert þó maður sé löngu komin úr barneign.
Annars er gatan okkar alltaf að koma okkur meira og meira á óvart. Um daginn sáum við leikrit í einu húsinu við götuna. Það heitir 33 to nothing . Það er um hljómsveit sem er á æfingu, leikararnir syngja og spila allir á hljóðfæri af mikilli kunnáttu. Höfundur handritsins lék eitt hlutverkið. Þetta var kraftmikil og skemmtileg sýning með flottri tónlist.
Eþíópískt veitingarhús varð fyrir valinu þetta kvöldið. Maturinn var sérkennilegur. Seigt lambakjöt í bitum, borið fram á pönnuköku sem var bragðlaus og minnti helst á svamp. Til hliðar fylgdu nokkrar slíkar pönnukökur upprúllaðar sem maður átti að vefja matnum inní. Það var ekki boðið uppá hnífapör.  Ekki alveg málið.
Kvöldið eftir fórum við á Kúbverskan stað í götunni okkar. Þar er “bring your own booze” í gildi og ekki hægt að panta borð. Við mættum snemma og fengum borð við gluggann. Maturinn var góður og skemmtilegt andrúmsloft.

Búið í bili, L+J
p.s. takk fyrir innlit og athugasemdir 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannsdóttir

Mann sundlar af tilhugsuninni yfir öllu því sem þið getið, skoðað, smakkað, heyrt og numið! Mjög gaman að fylgjast með. Er það með vilja að þú hefur myndirnar litlar?  Það er hægt að hafa þær stærri, you know.

Hér er haust, snjór komin í fjöllin.. bókmenntahátíð nýlokið þar sem alskonar stórstjörnur og nóblesverðlaunahafar komu og skemmtu okkur með lestri sínum. Svo kvikmyndahátíð og Airwaves bráðum ekki svo slæmt fyrir litlu Reykjavík, ha?

Guðrún Jóhannsdóttir, 17.9.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Guðrún Jóhannsdóttir

Já, og takk fyrir linkana á höfundana sem þið sáuð. Ég hafði gaman af að skoða þá.

Guðrún Jóhannsdóttir, 17.9.2007 kl. 11:53

3 identicon

Hæ..............frábært að fylgjast með dvöl ykkar þarna.Fullt af upplýsingum sem maður getur notfært sér í N.Y. ferðum.

Kveðja,Guðrún Jóh.(ekki systir heldur frænka Jóhanns!!!)

Guðrún Jóh. (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:44

4 identicon

ha ha ....þessi áhugi á kúbverskum veitingarhúsum ???  þau voru reyndar ógleymanleg þarna um árið...kv

ausa (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:54

5 identicon

Hæ hó Lilja og Jói!

Gaman að fylgjast með ykkur þarna úti!:) og ég er sammála henni mömmu minni! Hefði sko ekkert á móti því að vera að skoða, smakka, heyra og så videre í NYC!:p

Ætli ég byrji samt ekki fyrst á köben, fyrst ég er nú einu sinni stödd hérna! hehe... Maður er nú samt búinn að gera ýmislegt! Fór t.d. í fyrsta skiptið til Svíþjóðar um daginn á tónleika með Jonna! Rosa stuð! Ég er reyndar ekki orðinn bloggari, en er komin með mynasíðu (www.fotki.com/teglholm) ef þið viljið kíkja!;)

Kveðja, Edda junior

Edda Þorgeirs (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:28

6 Smámynd: Lilja Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitid allar saman, ja tetta er mjooooog skemmtilegt

Kv Lilja

Lilja Jóhannsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:52

7 identicon

Til hamingju með makkann.  Hvaða tegund fékkstu þér.  Glöð að sjá að þú ert konverted.  Er þetta ekki botnlaus hamingja?  Mæli með indverskum.  Frábærir staðir í indversku götunni en þú verður sjálf að koma með vínið.  

erla (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:14

8 identicon

Hvort það er, algjört æði. Vð erum að kanna staðina og prófum alltaf eitthvað nýtt. Annas var konan sem við leigjum af búin að vara okkur við þessum indversku. Hún sagði að þeir væru meira og minna með upphitaðan mat úr niðuruðudósum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti, en hún mætli með einum indverskum sem við eigum eftir að prufa.

Ég er með MacBookPro. Er að læra á hann. Hann lofar góðu.

Bestu kveðjur

LJ

Lilja Johannsdottir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband