Í Brooklyn

Rainbow RoomGestirnir fyrir utan íbúð LJ í­ Williamsburg - Stof=!iso-8859-1!Q!ugluggarnir_eru_=FEarna_bakvi=-1.Glænýir þríburar í­ Halloween dressinu sínuHalloween stemningMorgunmatur uppúr hádegi 15. strætiVerk til minningar um John LennonHljómsveit Gylfa og Lilja og HrafnhildurGylfi að hita salinn uppÁ leiðinni á háa CÞá er liðin ein vika af dvölinni í Brooklyn og hér kann ég mjög vel við mig. Íbúðin er rúmgóð og virðuleg og hátt til lofts. Eigendurnir eru vel stæðir listamenn sem eiga allt húsið og hafa þau gert íbúðina smekklega upp og eru m.a. nokkur virkilega eiguleg listaverk eftir þau í íbúðinni. Í Williamsburg búa margir listamenn og stúdentar og stemningin eftir því, fjöldinn allur af smá veitingahúsum og dúllulegum búðum. Um margt minnir hverfið því á þorpið á Manhattan. Ég er að vísu aðeins lengur á leiðinni í skólann en það munar ekki miklu. Ýmislegt sem ég sakna frá Austur þorpinu, en ég er samt ánægð með að kynnast báðum "aðal" hverfum New York borgar. Það er nefnilega búið að búa til söngleik um Williamsburg eins og gert var um Austur þorpið (Rent). Hverfið er í tísku núna og á uppleið og maður heyrir að fólk nagar sig í handarbökin yfir að hafa ekki keypt fasteign þarna fyrir áratug eða svo þegar verðið var ennþá lágt. Fyrsta vikan í Brooklyn byrjaði á heimsókn Gylfa og Hrafnhildar. Jóhann kom með sama flugi og þau. G&H stormuðu um verslunarhverfin og H. gerði Ann Taylor Loft góð skil (fékk góða þjónustu eins og Anna Hrönn fékk hér um daginn) og var fundvís á skóbúðir. Við gerðum snarpa úttekt á veitingahúsum og skemmtistöðum borgarinnar. Við borðuðum dinner í Rainbow Room. Þaðan ku vera frábært útsýni en þennan dag var staðurinn eiginlega upp í skýjunum og reyndar verðlagið einnig. En við nutum matarins og reyndum að giska á hvar Empire state, Met life og Chrysler byggingarnar földu sig bak við skýin og rigningarúðann. Síðan var strikið tekið niður í Vestur þorp. Fyrir valinu var Groove á þriðja stræti (hvað annað!). Þar var rokkhljómsveit að spila cover lög frá Motown og fleirum. Við settumst á fremsta bekk, næst hljómsveitinni. Þetta var ágætis skemmtun, hljómsveitin pottþétt og náði upp góðri stemningu í salnum. En þegar við vorum að spá í að fara að rölta á næsta pöbb, voru ekki allir sammmála um það. Þannig að einn umgangur enn var pantaður og hljómsveitin hélt áfram. Söngvarinn var alltaf að stinga hljóðnemanum að Jóhanni og Gylfa. Þeir skáru sig úr hvað fataburð varðar, einir í jakkafötum á svæðinu, og söngvaranum hefur fundist það áhugavert. Við vissum ekki fyrr en söngvarinn var búinn að dobbla Gylfa uppá svið. Ættmennum G. brá nokkuð við þetta og spurningin hvað mundi gerast næst, enda hefur líklega engin okkar upplifað áður að G. tæki að sér hlutverk söngvara með rokksveit. Spenningurinn var sennilega líkastur og undan frægu söngatriði Garðars Hólm. En Gylfi lét ekki ganga á eftir sér og skellti sér í grúfið. Hann var vægast sagt æðislegur og salurinn ætlaði að tryllast og áheyrendur helltu sér yfir hann með fagnaðarlátum þegar söngnum lauk. Þetta var svona "once in a lifetime" fyrir okkur að sjá Gylfa troða svona upp þarna, en margar frægar stjörnur hafa troðið þarna upp í gegnum tíðina svo það er ekki leiðum að líkjast. Seinna kvöldið fórum við á söngeikinn Spamalot sem er byggður á Monthy Python myndinni "The search for the holy grail". Skemmtilegur leikur og fyndin í senn. Eftir söngleikinn var farið í kvöldmat í Vesturþorpið. Síðasta dag G. og H. hjá okkur fundum við sætan franskan stað á fimmtándu götu og borðuðum morgunmat. Síðan var rölt um Central Park og rákumst m.a. á verk til minningar um John Lennon á móts við Dakota bygginguna þar sem hann bjó. G&H fóru á sunnudaginn í bílaleigubíl á fornar slóðir Gylfa hjá Yale og Jóhann var áfram hér til miðvikudagskvölds. Í gær fór ég á fyrirlestur sem Dr Howard Gardner hélt í skólanum. Dr. Gardner er prófessor í Harvard og er frægastur fyrir kenningar sínar um fjölgreind eða MI. Nokkrir íslenskir skólar byggja sína starfsemi utanum kenningar hans að einhverju leiti. Í fyrirlestrinum lýsti hann ferlinu sem hann fór í gegnum við þróun kenninganna og sagði frá fólkinu sem hann vann með á þeim áratugum sem hann mótaði kenninguna. Hann er enn að pæla á fullu (enda er hann ungur, fæddur '45) og er nýbúinn að gefa út bókina "Five minds for the future" (disciplined, synthesized, creative, respectful, and ethical) Þessar "minds" nýta sér fjölgreindina en fjalla um stefnumótun frekar en sálfræði. Dr. Gardner verður með námskeið í NYU á næsta ári. Í dag er Halloween. Síðan um helgi hefur fólk verið að kynda upp og taka forskot á sæluna. Hámarki var náð í dag þegar allir voru komnir í búninga, þá á ég við ALLIR, mamman og pabbinn og öll börnin sama hvað þau voru gömul. Vona að það verði ekki löng bið eftir næsta bloggi, en stundum er bara svo mikið að gera**. Takk fyrir innlitið öllsömul, ég kíki daglega og tjekka á athugasemdum!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er lagið vinkona,frábær færsla.Hefði viljað heyra í Gylfa,  hvaða lag tók hann? Haltu áfram að kanna stóra epli,stefnan verður tekinn á nes-stelpuferð..kveðja frá mér úr Mýrinni

ausa (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:48

2 identicon

Hæ Lilja.

Hitti Önnu Hrönn í gær og hún sagði mér frá blogginu þínu. Gaman að lesa þetta hjá þér. Ég var á leið í systrakaffi, en við systurnar og mamma höfum farið saman á kaffihús fyrsta laugardag í hverjum mánuði eftir að þú sagðir mér að þið mæðgurnar gerðuð eitthvað skemmtilegt saman alla þriðjudaga, mjög skemmtileg og góð samverustund. Flott hjá þér að velja NY, ég á þá borg eftir sem og svo margar í henni Ameríku. Anna Hrönn er búin að ákveða það að þið systur skreppið í Bláa Lónið í Jan eða feb og komið síðan í snæðing hjá mér. Farin að hlakka til að sjá ykkur, það þarf að sparka í mig eins og ég sagði við Önnu. Við erum flutt til Keflavíkur aftur og ég kenni myndlist við Myllubakkaskóla, kennslan gengur vel, ég legg mig 100% í þetta og reyni að finna upp á einhverju skemmtilegu fyrir hvern tíma svo krakkarnir hafi gaman af, svo verð ég svo stolt af verkum þeirra þegar ég hengi þau upp um alla ganga til að leyfa fleirum að njóta. Endilega vert þú dugleg að skoða hvað er í gangi í myndlistinni í skólunum sem þú heimsækir og miðlaðu svo til okkar hér heima. Gangi þér vel, það verður fjör hjá ykkur Gunnu þegar hún mætir.

Skilaðu kveðju.

Knús og kram, Sigga Dís

Sigga Dís (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lilja Jóhannsdóttir

Höfundur

Lilja Jóhannsdóttir
Lilja Jóhannsdóttir
Lilja dvelur í New York á haustönn 2007

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jólagjafakaup L1030505
  • Jól í Macys L1030519
  • Fallega skreytt jólatré
  • Villi, Lilja og Eric L1030529
  • The spotted pig - bestu borgararnir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband