12.11.2007 | 04:38
Diwali og fleira
Diwali er hátíð ljóssins þar sem Idverjar fagna nýju ári og uppskeru. Fjölskylda Nitiku bekkjarsystur minnar sem er indversk hélt partí um helgina í tilefni Diwali. Við Kristrún skelltum okkur auðvitað í partíið. Þar var fullt hús af góðum mat og skemmtilegu fólki. Hér er mynd af bekkjarsystrum mínum, þeim Saori sem er frá Japan, Nitiku og mér.
Daginn eftir skoðuðum við American museum of natural history og um kvöldið gerðumst við Kristrún þjóðlegar og fórum á Múm tónleika hér í New York. Þeir voru haldnir í húsnæði nálægt Central Park. Húsfylli var á tónleikunum og skemmtum við okkur konunglega. Þó að þetta sé ekki tónlistin sem ég hlusta á svona dags daglega fannst mér þetta skemmtilegt og alltaf áhugavert að fylgjast með tónlistarútrásinni.
Í dag gengum við yfir Brooklyn brú, borðuðum ótrúlega gott French toast á Frankie 17 í Lower east Side og skoðuðum Tenament safnið.
Daginn eftir skoðuðum við American museum of natural history og um kvöldið gerðumst við Kristrún þjóðlegar og fórum á Múm tónleika hér í New York. Þeir voru haldnir í húsnæði nálægt Central Park. Húsfylli var á tónleikunum og skemmtum við okkur konunglega. Þó að þetta sé ekki tónlistin sem ég hlusta á svona dags daglega fannst mér þetta skemmtilegt og alltaf áhugavert að fylgjast með tónlistarútrásinni.
Í dag gengum við yfir Brooklyn brú, borðuðum ótrúlega gott French toast á Frankie 17 í Lower east Side og skoðuðum Tenament safnið.
Um bloggið
Lilja Jóhannsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.